Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 17. desember 2019 10:30 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Jól Neytendur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Að mörgu er að huga, svo sem matar- og gjafainnkaupum og svo er eins og allt sem trassað hefur verið á árinu þurfi að klára fyrir jól. Ef við nennum. Við eyðum mestu í desember Íslendingar eru kaupglaðir um jólin. Um það er engum blöðum að fletta enda sést það svart á hvítu á notkun greiðslukorta. Í fyrra nam kortavelta í desember um 100 milljörðum króna og nam neyslan okkar að meðaltali um 14% meiru í desember en aðra mánuði ársins. Á síðustu tíu árum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11%-21% yfir meðaltali hvers árs. Árið 2008 er það eina svo langt sem gögn ná þar sem kortavelta í desember var ekki með meira móti en hina mánuðina, enda þjóðin í miðju hruni. 12% dýrari jól 2007 en 2018 Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2018 var veltan nokkru meiri í desembermánuði 2007 en nú eða um 12% meiri en hún var í fyrra. Það er ólíklegt að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að hagur heimilanna hafi vænkast umtalsvert eru umhverfismál áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Kortin mest straujuð yfir sumartímann Áhugavert er þó að sjá að færslufjöldi, þ.e. hversu oft kortið er straujað, er ekki í beinu samhengi við veltuna. Á síðustu árum hafa kort verið notuð oftast yfir hásumarið. Færslufjöldi korta er um 2% meiri í júlí en í desember. Munurinn er ekki gífurlegur en skýringin gæti verið að fólk sé að kaupa dýrari hluti í desember en noti kortið í ódýrari neyslu yfir sumarið, svo sem veitingar á ferðalögum. Nánast undantekningarlaust er minnsta veltan í febrúarmánuði og þar á eftir í janúar. Febrúar er vissulega styttri en almennt gerist um mánuðina en þó verður að telja líklegt að jólin spili einnig þar inn í og að fólk sé enn að jafna sig eftir mikil útgjöld um hátíðarnar. Heimilin haldi því að sér höndum á meðan kortareikningar eru greiddir. Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og sést það vel á kortaveltutölum að fólk eyðir mestu í desember og minnst í janúar og febrúar. Aðalmálið er samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun