Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 12:37 Gunnar Smári telur ekki spurningu um hvort heldur hvar mútuféð til íslenskra stjórnmálamanna leynist. Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, var í viðtali hjá þeim Mána Péturssyni og Frosta Logasyni í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var mál málanna, mútuhneykslið varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu, til umræðu. Gunnar Smári ber saman kvótaverð í Namibíu og veiðigjöld á Íslandi og segir blasa við að hér sé fiskur undir steini.Æpandi samanburður Frosti nefnir það sem ýmsir velta fyrir sér, að talið væri að þar væru útgerðarmennirnir að starfa samkvæmt ákveðnum reglum, hvort sem þær mega heita sanngjarnar eða ekki. En, nú virðist sem um sé að ræða eitthvað annað og meira, jafnvel hreina og klára glæpastarfsemi? „Þá getum við spurt hvernig er þetta hérna heima?“ spyr Gunnar Smári en hann er þekktur fyrir að vera fremur reikningsglöggur maður. „Það kemur fram í þættinum um magn og verð á kvóta á þessum hestamakríl sem ég veit ekki hversu skyldur er makrílnum sem við erum að veiða hér; þar voru þeir að kaupa 5 þúsund tonn á minnir mig 55 milljónir, sem gerir um 11 þúsund tonnið. Þeir eru að borga spilltum stjórnmálamönnum mestan hlutann. 25 milljónir fara í þetta ríkisfyrirtæki en 30 milljónir fara til þessara þriggja hákarla. Á Íslandi, á sama tíma, var verið að borga veiðigjöld fyrir um 490 milljónir fyrir 157 þúsund tonn. Eða um þrjú þúsund kall sem þeir borga íslenskum stjórnvöldum.“Þeir borga minna fyrir tonnið á Íslandi?„Bara brot. Og meira að segja minna en ríkisfyrirtækið fékk úti. Og þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef þeir borga 25 milljónir yfir borðið úti og 30 milljónir undir borðið, hvar eru múturnar á Íslandi? Hvernig kemst Samherji upp með það á Íslandi, og íslenskir kvótakvótagreifar, að borga sjö milljónir í veiðigjöld á þessu ári þegar markaðsvirði kvótans er svona um 75 milljarðar? Það er ekkert flókið að finna hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Því kvóti er leigður og það er töluvert mikið af honum leigður á hverju ári. Sjö til átta prósent. Og þá finnst raunverulegt virði kvótans.“Enginn í Afríku myndi leigja kvótann á 5 milljarða Gunnar Smári fer yfir það að þetta sé bara á nákvæmlega sama hátt og reikna megi virði íbúðahúsnæðis á Íslandi að teknu tilliti til þess hversu mikið tvö prósent af þeim íbúðum sem skiptu um eigendur í fyrra. Hann segir einsýnt að þetta eru 75 milljarðar sem kvótinn ætti að vera á í leigu. Stjórnvöld leigja kvótaeigendum þetta út fyrir 7 milljarða og til stendur að lækka þau veiðigjöld í 5 milljarða á næsta ári.„Í Afríku, í Namibíu eða Angóla, myndi engum stjórnmálamanni detta það í hug að taka eigur almennings sem hann ætti að fá 75 milljarða fyrir og leigja það út á 5 milljarða eða 7 milljarða. Ekki án þess að fá eitthvað „cut“, án þess að það yrði lagt eitthvað inná reikning þeirra sjálfra í Dubai,“ segir Gunnar Smári. Samherji eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki eru með aflandsfyrirtæki, ekki bara á Kýpur, sjávarútvegsfyrirtæki voru fyrst fyrirtækja að búa til slíka aflandsreikninga löngu áður en menn fóru að nota Panama eða eitthvað slíkt. Hvar eru mútugreiðslurnar? Gunnar Smári að undanfarin þrjátíu ár hafi sjávarútvegsfyrirtæki komist upp með að borga íslenskum stjórnmálamönnum undir borðið. Hann telur spurður það sjálfsagða ályktun að draga.Heldurðu að það sé ekki erfiðara að múta íslenskum stjórnmálamönnum?„Nei. Af hverju? Af hverju ættu íslenskri stjórnmálamenn að vera öðruvísi en stjórnmálamenn allra annarra þjóða? Við höfum tvær tegundir af stjórnmálamönnum, þeir sem leigja út eigur almennings á raunvirði og gæta hagsmuna almennings. Svo höfum við stjórnmálamenn sem leigja eigur almennings fyrir minni fjárhæðir ef greitt er inná leynireikninga þeirra sjálfra. Þetta vita allir. Í megindráttum höfum við þessar tvær tegundir. Þið eruð að leggja það til að það sé einhver þriðja tegundin sem eru íslenskir stjórnmálamenn sem leigja út eigur almennings á enn lægra verði en greitt er yfir borðið í Namibíu fyrir eina milljón?“ Gunnar Smári segir þetta engan veginn ganga upp og spurningin sem nú hlýtur að snúa að íslenskum stjórnmálum og íslenskum stjórnmálamönnum, í ljósi lágra veiðigjalda: Hvar eru múturnar? Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, var í viðtali hjá þeim Mána Péturssyni og Frosta Logasyni í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Þar var mál málanna, mútuhneykslið varðandi kvótaviðskipti Samherja í Namibíu, til umræðu. Gunnar Smári ber saman kvótaverð í Namibíu og veiðigjöld á Íslandi og segir blasa við að hér sé fiskur undir steini.Æpandi samanburður Frosti nefnir það sem ýmsir velta fyrir sér, að talið væri að þar væru útgerðarmennirnir að starfa samkvæmt ákveðnum reglum, hvort sem þær mega heita sanngjarnar eða ekki. En, nú virðist sem um sé að ræða eitthvað annað og meira, jafnvel hreina og klára glæpastarfsemi? „Þá getum við spurt hvernig er þetta hérna heima?“ spyr Gunnar Smári en hann er þekktur fyrir að vera fremur reikningsglöggur maður. „Það kemur fram í þættinum um magn og verð á kvóta á þessum hestamakríl sem ég veit ekki hversu skyldur er makrílnum sem við erum að veiða hér; þar voru þeir að kaupa 5 þúsund tonn á minnir mig 55 milljónir, sem gerir um 11 þúsund tonnið. Þeir eru að borga spilltum stjórnmálamönnum mestan hlutann. 25 milljónir fara í þetta ríkisfyrirtæki en 30 milljónir fara til þessara þriggja hákarla. Á Íslandi, á sama tíma, var verið að borga veiðigjöld fyrir um 490 milljónir fyrir 157 þúsund tonn. Eða um þrjú þúsund kall sem þeir borga íslenskum stjórnvöldum.“Þeir borga minna fyrir tonnið á Íslandi?„Bara brot. Og meira að segja minna en ríkisfyrirtækið fékk úti. Og þá hlýtur maður að spyrja sig: Ef þeir borga 25 milljónir yfir borðið úti og 30 milljónir undir borðið, hvar eru múturnar á Íslandi? Hvernig kemst Samherji upp með það á Íslandi, og íslenskir kvótakvótagreifar, að borga sjö milljónir í veiðigjöld á þessu ári þegar markaðsvirði kvótans er svona um 75 milljarðar? Það er ekkert flókið að finna hvert markaðsvirðið er á Íslandi. Því kvóti er leigður og það er töluvert mikið af honum leigður á hverju ári. Sjö til átta prósent. Og þá finnst raunverulegt virði kvótans.“Enginn í Afríku myndi leigja kvótann á 5 milljarða Gunnar Smári fer yfir það að þetta sé bara á nákvæmlega sama hátt og reikna megi virði íbúðahúsnæðis á Íslandi að teknu tilliti til þess hversu mikið tvö prósent af þeim íbúðum sem skiptu um eigendur í fyrra. Hann segir einsýnt að þetta eru 75 milljarðar sem kvótinn ætti að vera á í leigu. Stjórnvöld leigja kvótaeigendum þetta út fyrir 7 milljarða og til stendur að lækka þau veiðigjöld í 5 milljarða á næsta ári.„Í Afríku, í Namibíu eða Angóla, myndi engum stjórnmálamanni detta það í hug að taka eigur almennings sem hann ætti að fá 75 milljarða fyrir og leigja það út á 5 milljarða eða 7 milljarða. Ekki án þess að fá eitthvað „cut“, án þess að það yrði lagt eitthvað inná reikning þeirra sjálfra í Dubai,“ segir Gunnar Smári. Samherji eins og flest stærri sjávarútvegsfyrirtæki eru með aflandsfyrirtæki, ekki bara á Kýpur, sjávarútvegsfyrirtæki voru fyrst fyrirtækja að búa til slíka aflandsreikninga löngu áður en menn fóru að nota Panama eða eitthvað slíkt. Hvar eru mútugreiðslurnar? Gunnar Smári að undanfarin þrjátíu ár hafi sjávarútvegsfyrirtæki komist upp með að borga íslenskum stjórnmálamönnum undir borðið. Hann telur spurður það sjálfsagða ályktun að draga.Heldurðu að það sé ekki erfiðara að múta íslenskum stjórnmálamönnum?„Nei. Af hverju? Af hverju ættu íslenskri stjórnmálamenn að vera öðruvísi en stjórnmálamenn allra annarra þjóða? Við höfum tvær tegundir af stjórnmálamönnum, þeir sem leigja út eigur almennings á raunvirði og gæta hagsmuna almennings. Svo höfum við stjórnmálamenn sem leigja eigur almennings fyrir minni fjárhæðir ef greitt er inná leynireikninga þeirra sjálfra. Þetta vita allir. Í megindráttum höfum við þessar tvær tegundir. Þið eruð að leggja það til að það sé einhver þriðja tegundin sem eru íslenskir stjórnmálamenn sem leigja út eigur almennings á enn lægra verði en greitt er yfir borðið í Namibíu fyrir eina milljón?“ Gunnar Smári segir þetta engan veginn ganga upp og spurningin sem nú hlýtur að snúa að íslenskum stjórnmálum og íslenskum stjórnmálamönnum, í ljósi lágra veiðigjalda: Hvar eru múturnar?
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Óttast orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20