Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2019 16:01 Saksóknarar í New York sem rannsaka greiðslur Trump og fyrirtækis hans til kvenna sem segjast hafa átt vingott við hann kröfðust þess að fá skattskýrslur frá endurskoðunarfyrirtæki forsetans. Vísir/EPA Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31