Bitar úr lofti hrundu yfir leikhúsgesti á West End Andri Eysteinsson skrifar 6. nóvember 2019 21:48 Hér má sjá skemmdirnar í lofti Piccadilly. Twitter/KBGDUNN Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George. Bretland England Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Slys urðu á fólki í London í dag þegar að hluti úr lofti Piccadilly leikhússins í West End, leikhúshverfi Lundúna, hrundi yfir áhorfendur á meðan að sýning stóð yfir á verki Arthurs Millers, Sölumaður deyr. (e. Death of a Salesman). Sky greinir frá því að vatnsleki hafi orsakað hrunið úr loftinu. Viðbragðsaðilar voru kallaðir til skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma. Myndir frá vettvangi sýna umfang vatnsskemmdanna. Einn leikhúsgesta, Tracy De Groose, lýsir upplifun sinni frá atvikinu á Twittersíðu sinni.Roof collapsed in Piccadilly Theatre tonight during performance of Death of a Salesman. Running water, then lots of screams. A few minor injuries. Thank you @WendellPierce for coming out to check everyone safe. Decent human beings do exist! — Tracy De Groose (@tdegroose) November 6, 2019 „Rennandi vatn, svo mikil öskur. Nokkur smávægileg meiðsli,“ skrifar De Groose og bætir við að aðalleikari sýningarinnar Wendell Pierce, sem meðal annars hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The Wire og Suits, hafi gengið úr skugga um að leikhúsgestir væru óhultir. Leikhúsið var í kjölfarið rýmt og munu rýmingaraðgerðir hafa gengið vel. Sky hefur eftir öðrum leikhúsgesta, blaðamanninum Martin George, að tíu mínútum eftir að sýningin hafi hafist hefðu gestir geta heyrt vatn dropa úr þakinu. Hljóðið hafi stigmagnast og að endingu hafi þónokkrir gesta staðið upp og ætlað að yfirgefa svæðið. „Þá, þegar við stóðum upp til að fara féll 3-4 metra bútur úr þakinu niður,“ segir George.
Bretland England Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira