Segir forsendu meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni brostna Jón Þórisson skrifar 7. nóvember 2019 06:45 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Viðreisnar hafi verið sjálfbær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Í fimm ára áætlun sem fylgdi frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og lögð var fram á fundi borgarstjórnar nýlega, er ráðgert að skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar verði 64 milljörðum hærri árið 2022 en þær voru við síðustu kosningar. Þetta segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það sem slær mann er hve þetta er stjarnfræðilega langt frá áætluninni sem var lögð fram fyrir síðustu kosningar. Þegar maður horfir á lokaár kjörtímabilsins, sem er 2022, stefnir í að borgin skuldi 368 milljarða í stað 304 milljarða samkvæmt áætluninni,“ segir Eyþór. „Þetta er svo gríðarlega há tala að ég held að þeim hafi brugðið þegar ég benti á þetta,“ segir Eyþór jafnframt. Hann segir sáttmálann sem liggur til grundvallar meirihlutasamstarfinu mæla fyrir um að greiða eigi niður skuldir. Stefna Viðreisnar hafi verið sjálfbær rekstur og að greiða niður skuldir. „Þetta er eins langt frá því sem verða má.“ Hann segir þetta setja samstarf í meirihlutanum í nýtt ljós. „Ég get ekki séð að Viðreisn sé stætt á að vera í meirihlutasamstarfi sem gengur svo þvert á stefnu flokksins og sömuleiðis þvert gegn lykilatriðum í fjármálakafla meirihlutasáttmálans sem Viðreisn samþykkti. Það voru ekki bara borgarfulltrúarnir heldur líka flokkurinn sjálfur sem samþykkti sáttmálann og fjármálakaflann þar með.“ Fyrri umræða um frumvarpið og áætlunina fór fram á þriðjudag í borgarstjórn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira