Kringlan orðin stafræn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 11:50 Hægt að að undirbúa kaupin á Kringlan.is. Vísir/Hanna Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu. Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Kringlan er búin að setja upp nýjar stafrænar lausnir m.a. með byltingakenndri nýrri vöruleit á vefsíðunni kringlan.is sem tengir viðskiptavini við verslunarmiðstöðina á netinu. Viðskiptavinir geta nú fengið yfirsýn yfir allt vöruúrval verslana Kringlunnar og undirbúið verslunarferð á netinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni. „Við lögðum fyrir ári síðan hornstein að stafrænni framtíð Kringlunnar og nú hefur takmarkinu verið náð því fjölbreytt vöruúrval verslana Kringlunnar er nú aðgengilegt á vefsíðunni kringlan.is. Markmiðið er að mæta lykilþörfum viðskiptavina nútímans sem kalla eftir stafrænu aðgengi að breiðu vöruúrvali. Með stafrænni Kringlu er hægt að fara í verslunarferð um húsið hvenær sem er sólarhringsins í gegnum heimasíðuna. Fólk getur verið í rólegheitum í stofunni heima og vafrað um Kringluna í snjallsímanum eða tölvunni, kíkt í glugga verslana og skoðað hvað það langar í,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Á nýju heimasíðunni kringlan.is, erum við búin að tengja heila verslunarmiðstöð undir einn hatt þar sem aðgengilegar eru yfir 100 þúsund vörur frá um 70 verslunum. Fleiri verslanir munu bætast við á næstunni en verslanir eru þarna inni þótt þær séu ekki sjálfar með netverslun. Vöruleitin er í stöðugri þróun en gögn eru uppfærð á um það bil 15 mínútna fresti þannig að nýjustu upplýsingar eru alltaf fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að fjölmargir samstarfsaðilar komi að þessu tæknilega risaverkefni með Kringlunni. Má þar nefna Tactica, Parallel og Kosmos og Kaos. Auk nýrrar heimasíðu hefur Kringlan tekið fleiri stafræna þjónustuþætti í gagnið. Nýtt Kringluapp fór í loftið í sumar. ,,Kringluapp er upplýsingaapp sem veitir upplýsingar um öll gildandi tilboð í Kringlunni hverju sinni, hægt er að fá upplýsingar um allar verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila og finna á korti. Kringluappið nýtist erlendum gestum Kringlunnar einnig vel því það er einnig aðgengilegt á ensku,“ segir Sigurjón Örn. Hann segir að stafræn Kringla sé í takt við nýja framtíðarsýn hennar sem skemmtilegur og frumlegur miðbæjarkjarni í raunheimum sem og netheimum. „Verslunarmiðstöðvar hafa árum saman verið samkomustaður yngri neytenda en yngri kynslóðir Íslendinga fæddust inn í stafrænt umhverfi og markmiðið með stafrænni uppbyggingu Kringlunnar er ekki síst að koma til móts við þennan neytendahóp.“ Sigurjón Örn bætir við að einnig hafi nýtt þjónustuver verið opnað á 2.hæð þar sem staðsett eru póstbox Kringlunnar. Þar geta netverslanir verslana í Kringlunni og annars staðar boðið viðskiptavinum að sækja vörur sína. Fleiri samstarfsaðilar Kringlunnar bjóða póstbox þjónustu. Til að mynda eru í nýju þjónustuveri póstbox frá Póstinum og Origo. Hægt er að nálgast vörur í póstboxin fram til kl. 23 öll kvöld. Kringlan er fjölsóttasti verslunarkjarni landsins, heimsóttur af rúmlega fimm milljónum gesta árlega, og göngugata Kringlunnar er vinsælasta verslunargata Íslands. Þar sem um 170 rekstraraðilar starfrækja verslanir, veitingahúsa og kvikmyndahús, auk fjölbreyttrar þjónustu.
Neytendur Reykjavík Upplýsingatækni Kringlan Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira