Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Pútín Rússlandsforseti tók á móti leiðtogum Afríkuríkja í Sochi. Nordicphotos/Getty Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira