Afgerandi forskot Íhaldsflokksins í aðdraganda atkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 22:59 Hvorki hefur gengið né rekið hjá Johnson í breska þinginu frá því að hann varð forsætisráðherra í júlí. Ekki er útlit fyrir að það breytist á mánudag. Vísir/EPA Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni. Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Íhaldsflokkur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mælist með afgerandi forskot á Verkamannaflokkinn, stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, í nýrri skoðanakönnun. Johnson ætlar að láta breska þingið greiða atkvæðagreiðslu um tillögu hans um að boða til þingkosninga í desember á mánudag. Samkvæmt könnun Opinium sem Reuters-fréttastofan segir frá bætir Íhaldsflokkurinn við sig frá síðustu könnun og fengi um 40% atkvæða. Það er sextán prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn sem mælist með 24%. Í tíð Corbyn hefur Verkamannaflokkurinn tekið lítt afgerandi afstöðu til útgöngunnar úr Evrópusambandinu. Frjálslyndir demókratar, sem eru andvígir útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa sigið aðeins frá fyrri könnun og mælast nú með um 15%, fimm prósentustigum meira en Brexit-flokkur Nigels Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Tillaga Johnson um þingkosningar 12. desember verður tekin til atkvæðagreiðslu í þinginu á mánudag. Hún var lögð fram eftir að þingið hafnaði að afgreiða útgöngusamning Johnson við Evrópusambandið í tæka tíð fyrir útgöngu sem var fyrirhuguð 31. október. Johnson óskaði í kjölfarið eftir fresti á útgöngunni frá ESB en ekki hefur enn verið ákveðið hversu langur hann verður. Ekki er útlit fyrir að Johnson verði að ósk sinni um kosningar. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir ætla að greiða atkvæði gegn tillögunni eða sitja hjá en tveir þriðju hlutar þingheims verða að samþykkja hana. Norður-írski sambandsflokkurinn (DUP), sem varði minnihlutastjórn Íhaldsflokksins fyrr á kjörtímabilinu, er einnig mótfallinn tillögunni.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30 ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45 Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Johnson vill kosningar í desember Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Breski forsætisráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að kosið verði í Bretlandi í desember. 24. október 2019 17:30
ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. 25. október 2019 18:45
Ræða um lengd nýs frests til að veita Bretum Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins ræða nú hversu langan frest á útgöngu úr sambandinu Bretum verði boðinn. 25. október 2019 07:15