Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. október 2019 19:00 Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús. Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Svo virðist sem hálkan sem myndaðist víða um land síðastliðna nótt og í morgun hafi komið mörgum í opna skjöldu. Svo mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans að kalla þurfti út auka mannskap til að meðhöndla beinbrot og önnur meiðsli sem fólk hlaut í hálkuslysum. Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu sem hefur orsakað mikið álag. Sem betur fer var ekki um lífshættuleg meiðsli að ræða en getur verið mikið rask í lífi þeirra sem verða fyrir meiðslum. Þá varð einnig fjöldi árekstra sem lögreglu og sjúkraflutningamenn þurftu að sinna. Mikið álag var einnig á viðbragðsaðila víða um land. Til að mynda varð að minnsta kosti fimm bíla árekstur nærri Smáralind. Saltdreifari valt ofan á annan bíl á Flóttamannaleið, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þá valt bíll utan við Tálknafjörð og kom upp eldur í bílnum og þá valt bíll á Grindavíkurvegi. Til allrar mildi urðu engin alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum. Fyrirtækið Aðstoð og Öryggi, árekstur.is, sinnti vel á annan tug árekstra á höfuðborgarsvæðinu og eru þá ótalin þau verkefni sem lögregla sinni í þeim efnum.Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Baldur HrafnkellSumir sem slösuðust voru á hjólum Að minnsta kosti þriðjungur þeirra sem leita þurfti á bráðamóttöku vegna hálkuslysa hafi verið vegna áreksturs en aðrir voru gangandi og hjólandi vegfarendur sem lentu í óhöppum. „Fyrir klukkan ellefu voru komnir tuttugu og fimm manns til okkar. það hafa bæst við svona sirka tíu síðan þá þannig að í dag hafa þrjátíu og þrír komið til okkar vegna hálkuslysa. Það eru sirka tíu sem hafa komið eftir umferðaróhöpp og um tuttugu og fimm sem hafa komið eftir að hafa runnið til,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans. Spítalinn sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fólk sem taldist sig þurfa á læknisþjónustu að halda myndi leita á heilsugæslustöð eða á læknavakt fyrst. Svo mikið var álagið á bráðamóttöku að kalla þurfti út auka mannskap. Starfsemi þar var þó orðin nær eðlileg þegar líða tók á seinnipart dags. Jón segir við því að búast að þegar frysta taki undir kvöld geti fleiri hálkuslys orðið. „Það er töluverð hætta á því að þegar það fer að frysta aftur að það verði aftur glæra og það verði einhver hálkuslys þá þannig að við biðjum alla bara um að fara varlega,“ segir Jón Magnús.
Landspítalinn Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Rákust á í hálkunni við Turninn Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á rampinum á milli Deloitte-turnsins og Smáralindar í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 10:35
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Flóttamannaleið lokað vegna umferðaróhapps Þetta kemur í fram í tilkynningum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðinni. 28. október 2019 09:13
Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. 28. október 2019 11:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent