Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 12:42 Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino´s á Íslandi. Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. Þetta kemur fram í svörum framkvæmdastjóra Domino‘s á Íslandi og upplýsingafulltrúa Domino's Pizza Group við fyrirspurnum fréttastofu.Sjá einnig: Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Greint var frá því í dag að Domino's Pizza Group hefði í hyggju að selja rekstur sinn á erlendum mörkuðum, m.a. á Íslandi. Félagið rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino's á Bretlandi og Írlandi og í Sviss, Liechtenstein, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. Reksturinn í Noregi hefur verið sérlega þungur síðustu misseri og þá seldi félagið alla veitingastaði sína í Danmörku fyrr á þessu ári. Nina Arnott upplýsingafulltrúi Domino's Pizza Group segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að salan sé á frumstigi. Enn sé of snemmt að segja til um það hvenær nýir eigendur taki við vörumerki og veitingastöðum Domino's á umræddum mörkuðum. Salan muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur veitingastaðanna, allt gangi áfram sinn vanagang. Ekki fékkst svar við því hvort viðræður væru hafnar við vænlega kaupendur. Frá Domino's í Hafnarfirði.Vísir/vilhelmBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við Vísi að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstri veitingastaðanna. Þá gangi reksturinn enn fremur vel. Í árshlutauppgjöri Domino's Pizza Group var minnst á að einum veitingastað félagsins á Íslandi hefði verið lokað á þriðja ársfjórðungi. Birgir Örn segir að veitingastað Domino's á Höfðabakka hafi vissulega verið lokað í ágúst síðastliðnum en það eigi sér einfaldar skýringar. Nýir eigendur húsnæðisins hafi viljað notað það sjálfir. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði undir Domino's í hverfinu. Domino's Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu áðurnefnds Birgis Arnar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino's á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. Þetta kemur fram í svörum framkvæmdastjóra Domino‘s á Íslandi og upplýsingafulltrúa Domino's Pizza Group við fyrirspurnum fréttastofu.Sjá einnig: Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Greint var frá því í dag að Domino's Pizza Group hefði í hyggju að selja rekstur sinn á erlendum mörkuðum, m.a. á Íslandi. Félagið rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino's á Bretlandi og Írlandi og í Sviss, Liechtenstein, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. Reksturinn í Noregi hefur verið sérlega þungur síðustu misseri og þá seldi félagið alla veitingastaði sína í Danmörku fyrr á þessu ári. Nina Arnott upplýsingafulltrúi Domino's Pizza Group segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að salan sé á frumstigi. Enn sé of snemmt að segja til um það hvenær nýir eigendur taki við vörumerki og veitingastöðum Domino's á umræddum mörkuðum. Salan muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur veitingastaðanna, allt gangi áfram sinn vanagang. Ekki fékkst svar við því hvort viðræður væru hafnar við vænlega kaupendur. Frá Domino's í Hafnarfirði.Vísir/vilhelmBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við Vísi að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstri veitingastaðanna. Þá gangi reksturinn enn fremur vel. Í árshlutauppgjöri Domino's Pizza Group var minnst á að einum veitingastað félagsins á Íslandi hefði verið lokað á þriðja ársfjórðungi. Birgir Örn segir að veitingastað Domino's á Höfðabakka hafi vissulega verið lokað í ágúst síðastliðnum en það eigi sér einfaldar skýringar. Nýir eigendur húsnæðisins hafi viljað notað það sjálfir. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði undir Domino's í hverfinu. Domino's Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu áðurnefnds Birgis Arnar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino's á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01