Kviknaði í bílnum 86 klukkutímum eftir að rafhlaðan varð fyrir tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 11:15 Rafbíll í hleðslu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan. Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Kviknað getur í rafhlöðu rafmagnsbíla allt að 120 klukkutímum eftir að hún verður fyrir tjóni. Dæmi er um það hér á landi að rafhlaða hafi laskast og ekki kviknað í bílnum fyrr en 86 klukkutímum síðar. Ekki er þó meiri hætta á að kvikni í rafmagnsbílum en bensín- eða dísilbílum. Þetta kom fram í máli Einars Bergmanns Sveinssonar fagstjóra á forvarnarsviði slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Vernharðs Guðnasonar deildarstjóra á aðgerðarsviði slökkviliðsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þeir ræddu þar mögulega eldhættu sem stafar af rafbílum og viðbrögð slökkviliðs í þeim efnum. Þeir kannast þó ekki við að meiri eldhætta stafi af rafmagnsbílum en öðrum tegundum bíla. „[…] en það er sannarlega erfiðara að eiga við eld í rafmagnsbíl, það er að segja ef eldurinn er í stóru rafhlöðunni sem knýr bílinn. Það eru mörg vandamál sem fylgja því, einfaldlega vegna þess að rafhlaðan framleiðir sitt eigið súrefni, hún býr til sitt eigið eldsneyti, þannig að hún viðheldur eldinum og orkunni sem útleysist í rafhlöðunni sem er gríðarlega mikið og það er mjög flókið og erfitt að slökkva þannig eld,“ sagði Vernharð.Vernharð Guðnason deildarstjóri á aðgerasviði SHSVísir/BaldurGrípa þurfi til sérstakra aðgerða til að slökkva eld af þessari gerð. „Það sem dugar best í að slökkva í þessum stóru rafhlöðum sem eru í rafbílum, og ég veit til þess að nokkur slökkvilið eru búin að útbúa sig þannig, það er stór gámur sem þeir fylla af vatni og svo er flakið bara híft ofan í. Sett í sundlaug,“ sagði Vernharð. Þá benti Einar á að fylgjast þurfi vel með rafhlöðum bílanna ef þær verða fyrir hnjaski. Þá kvikni yfirleitt ekki skyndilega í rafhlöðunum heldur byrji ferlið á hitamyndun. Þá fari af stað keðjuverkun og á einhverjum tímapunkti blossi eldurinn svo upp. „Um leið og rafhlaðan verður fyrir tjóni þá er alltaf möguleiki á að hún kveiki í sér sjálf í allt að 120 klukkutíma á eftir. Við höfum séð dæmi hér heima að þegar rafhlaða hefur orðið fyrir tjóni að það kvikni í henni 86 tímum seinna. […] Þannig að menn verða að vara sig með það. Og þeir [bílarnir] kannski settir inn í hús eða annað og þá er náttúrulega hætta á að þeir kveiki í sér og kveiki í húsinu.“Aðstæður heima fyrir aðaláhyggjuefnið Báðir bentu Vernharð og Einar á að ekki væri að merkja hærri tíðni í þessum efnum meðal rafmagnsbíla. Þannig vísaði Vernharð í rannsókn sem gerð var í Noregi, þar sem fram kom að mun algengara væri að kviknaði í hefðbundnum bensín- og dísilbílum en rafmagnsbílum. „Við höfum engar áhyggjur af því, „per se“, við höfum miklu meiri áhyggjur af því sem Einar var að tala um, það er hvernig fólk umgengst þetta. Hvernig það er að hlaða bílana sína og slíkt, það er áhyggjuefni.“ Einar tók í sama streng. „Við höfum séð að búnaður sem þau [hleðslutækin] tengja við, tenglarnir á veggjum og stofnstrengir og annað inni í húsnæði, þar er vandamálið. Það eru gamlir stofnstrengir og gamall búnaður. Ef menn eru að setja þetta upp í dag þá er það yfirleitt sett upp rétt og vel af fagmönnum. En þegar menn tengja við í fjölbýlishúsi þar sem eru kannski þrír tenglar í bílakjallara og það er bara tengt við þá þrjá og fimmtán metra snúrur og annað, þá förum við að hafa áhyggjur,“ sagði Einar.Hlusta má á viðtalið við þá Vernharð og Einar í spilaranum hér að neðan.
Bílar Bítið Slökkvilið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira