Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 12:53 Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara, og Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Vísir/vilhelm Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ara í vil í máli Seðlabankans gegn honum í morgun. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Einar Þór Sverrisson lögmaður Ara segir í samtali við Vísi að niðurstaðan í dag hafi verið ánægjuleg. Þá muni Einar, fyrir hönd Ara, óska eftir því að Seðlabankinn afhendi gögnin. Það verði mögulega gert í dag. „Sú beiðni sem þeir settu fram um frestun réttaráhrifa er ekki í gildi lengur eftir að dómur er fallinn,“ segir Einar. Ekki fengust upplýsingar um það frá Seðlabankanum hvort bankinn hygðist áfrýja dómnum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn Vísis að dómur héraðsdóms sé í skoðun. Engra frétta sé að vænta strax, m.a. vegna þess að seðlabankastjóri sé nú á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Sjá meira
Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ara í vil í máli Seðlabankans gegn honum í morgun. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Einar Þór Sverrisson lögmaður Ara segir í samtali við Vísi að niðurstaðan í dag hafi verið ánægjuleg. Þá muni Einar, fyrir hönd Ara, óska eftir því að Seðlabankinn afhendi gögnin. Það verði mögulega gert í dag. „Sú beiðni sem þeir settu fram um frestun réttaráhrifa er ekki í gildi lengur eftir að dómur er fallinn,“ segir Einar. Ekki fengust upplýsingar um það frá Seðlabankanum hvort bankinn hygðist áfrýja dómnum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn Vísis að dómur héraðsdóms sé í skoðun. Engra frétta sé að vænta strax, m.a. vegna þess að seðlabankastjóri sé nú á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Sjá meira
Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34
Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38