„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 15:10 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira
„Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Sjá meira