Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2019 12:00 Gas- og jarðgerðarstöðin í byggingu. Sorpa Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar. Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur. Stjórnin tók fyrir framvinduskýrslu framkvæmdastjórans vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar á síðastliðnum fundi. Búið er að steypa 87 prósent af áætluðu steypumagni og telst um 80 prósentum af verkinu lokið. Er áfallinn kostnaður um 2,9 milljarðar króna. Vegna tafa við fjármögnun tækjabúnaðar í móttökustöð er útlit fyrir að ekki verði hægt að taka stöðina í notkun fyrr en í apríl/maí á næsta ári. Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar Sorpu, segir opnun stöðvarinnar tefjast því gróflega áætlað um 6 - 8 vikur. „Og það skýrist af því að við höfum verið að leita eftir fjármögnun vegna tækjabúnaðarins. Við höfum meðal annars verið að bíða eftir svörum frá sveitarfélögunum hvað það varðar. En nú liggur það fyrir og ég á von á því að verkið haldi áfram. Það er 80 prósent búið af því og hefur verklega gengið vel. Þannig að ég á von á því að hlutirnir fari að ganga hratt og vel fyrir sig í ljósi þess að fjármögnunin er tryggð.“ Á fundinum samþykkti stjórnin að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á starfsemi félagsins. „Í ljósi þess hvernig verkið hefur þróast, í ljósi vanáætlana og fleiri þátta, og reyndar í ljósi þess að stjórnin hefur verið að skoða innri málefni félagsins, þá var ákveðið að fá þessa aðila til að gera úttekt á starfsemi félagsins.“ Var fundargerð stjórnar Sorpu tekin fyrir í borgarráði í gær en þar bentu Sjálfstæðismenn á að þeir hefðu greitt atkvæði gegn þessari ábyrgð á láni og að vinnubrögðin væru ekki dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu. Vigdís Hauksdóttir, aheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði, kallaði eftir viðamikilli utanaðkomandi rannsókn. Theodóra Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, harmaði á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær að nú þurfi að gera enn eina 10 milljóna króna úttektina á Sorpu og í þetta sinn vegna óábyrgrar fjármálastjórnar.
Borgarstjórn Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Tengdar fréttir Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30 Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20 Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00 Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Hitafundur um hallarekstur Sorpu: „Þetta eru mistök á mistök ofan“ Borgarfulltrúum var heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi þegar rætt var um hallarekstur Sorpu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, gagnrýndi meirihlutann harðlega fyrir að ábyrgjast 990 milljóna króna lán til Sorpu án þess að hafa kallað eftir úttekt frá innri endurskoðun. 18. september 2019 13:30
Framkvæmdarstjóri Sorpu segir ábyrgð á vanáætlun liggja hjá stjórnendum Sorpu Framkvæmdarstjóri Sorpu segir að enn sé óljóst hvort eða hvert tjón Sorpu verður af því að fjárhagsáætlun var vanmetin um einn komma fjóra milljarða. 3. september 2019 20:20
Mistök í fjárfestingaráætlun Sorpu óskiljanleg og óheppileg að sögn framkvæmdastjóra Stjórnendur Sorpu láðist að færa 900 milljóna kostnað vegna tækjabúnaðar og verðbóta inn í fjárfestingaráætlun en alls hækkar viðbótarkostnaður til næstu fjögurra ára um tæplega 1,4 milljarða. Framkvæmdarstjórinn segir stjórnendur Sorpu bera ábyrgð á mistökunum. Þau séu óheppileg og óskiljanleg sem megi ekki koma fyrir aftur. 3. september 2019 12:00
Borgarstjóri leggur blessun sína yfir 1,4 milljarð til Sorpu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavíkr, lagði tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna Sorpu fyrir árið 2019 á fundi borgarráðs í gær. Var ákveðið að vísa tillögunni áfram til borgarstjórnar. 13. september 2019 12:34