Frístundakort upp í skuld Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. október 2019 07:00 Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra. Í framkvæmd er þó raunin önnur. Árið 2009 var tillaga VG samþykkt að unnt yrði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakorti jafnvel þótt það samræmdist ekki tilgangi kortsins. Reykjavík veitir fátækum foreldrum fjárhagsaðstoð til þess að greiða niður ýmsan kostnað skv. reglum um fjárhagsaðstoð. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð setur borgin það sem skilyrði að réttur til frístundakortsins sé fyrst nýttur til að greiða gjaldið eða skuldina ef því er að skipta. Þar með er tekið af barninu tækifærið til að nota kortið í tómstundastarf. Þessi tilhögun bitnar mest á efnaminni fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir dvöl barns síns á frístundaheimili og eru því tilneydd að grípa til frístundakortsins í þeim tilgangi. Það á ekki að girða fyrir tómstundaiðkun barna af fjárhagslegum ástæðum. Flokkur fólksins leggur til að fjárhagsaðstoð verði veitt óháð því hvort frístundakort barns er nýtt og að kortið sé einungis nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytni í tómstundastarfi. Að spyrða rétt barns til frístundakorts við umsókn foreldra um fjárhagsaðstoð og skuldaskjól eða nota það sem gjaldmiðil upp í greiðslu vegna nauðsynlegrar dvalar barns á frístundaheimili er brot á rétti barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra. Í framkvæmd er þó raunin önnur. Árið 2009 var tillaga VG samþykkt að unnt yrði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakorti jafnvel þótt það samræmdist ekki tilgangi kortsins. Reykjavík veitir fátækum foreldrum fjárhagsaðstoð til þess að greiða niður ýmsan kostnað skv. reglum um fjárhagsaðstoð. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð setur borgin það sem skilyrði að réttur til frístundakortsins sé fyrst nýttur til að greiða gjaldið eða skuldina ef því er að skipta. Þar með er tekið af barninu tækifærið til að nota kortið í tómstundastarf. Þessi tilhögun bitnar mest á efnaminni fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir dvöl barns síns á frístundaheimili og eru því tilneydd að grípa til frístundakortsins í þeim tilgangi. Það á ekki að girða fyrir tómstundaiðkun barna af fjárhagslegum ástæðum. Flokkur fólksins leggur til að fjárhagsaðstoð verði veitt óháð því hvort frístundakort barns er nýtt og að kortið sé einungis nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytni í tómstundastarfi. Að spyrða rétt barns til frístundakorts við umsókn foreldra um fjárhagsaðstoð og skuldaskjól eða nota það sem gjaldmiðil upp í greiðslu vegna nauðsynlegrar dvalar barns á frístundaheimili er brot á rétti barnsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar