Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Jakob Bjarnar og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. september 2019 11:33 Haraldur Johannessen mætti á fund í dómsmálaráðuneytið við Ingólfsstræti við þriðja mann. Með honum í leigubílnum voru þeir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson fjármálastjóri. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mætti nú fyrir stundu í dómsmálaráðuneytið þar sem hann mun funda með nýjum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um stöðuna sem upp er komin innan lögreglunnar.Átök eru milli ríkislögreglustjóra og svo Arinbjarnar Snorrasonar, formanns Lögreglufélagsins, sem vill að Haraldur víki meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Arinbjörn hefur látið hafa eftir sér að félagsmenn hafi ítrekað kvartað undan störfum Haralds; að ríkislögreglustjóri stundi ógnar- og óttastjórnun.Haraldur fundar nú með dómsmálaráðherra en með honum á fundinn mættu Jón Bjartmarz og Jónas Ingi Pétursson.visir/vilhelmHaraldur mætti á fundinn við þriðja mann en með honum voru þeir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson fjármálastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Þeir komu allir saman á leigubíl. Haraldur sagði, í stuttu samtali við fréttamenn, ætla að ræða stöðuna og málefni lögreglunnar við ráðherra eins og hún horfði við sér. Hann vildi ekki svara spurningum um það hvort hann væri að íhuga stöðu sína sérstaklega og sagði spurður að það yrði að koma í ljós hvort hann myndi veita viðtöl eftir fundinn.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fundar nú með ráðherra en hann mætti í dómsmálaráðuneytið við þriðja mann.visir/vilhelmSegja má að upp úr hafi soðið um helgina í kjölfar viðtals sem Haraldur veitti Morgunblaðinu um helgina. Þar sagði Haraldur meðal annars að ef til starfsloka kæmi af hans hálfu myndi það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttu á bak við tjöldin. Bætti hann við að verið væri að dreifa persónlegum sögum af honum, sem ættu sér enga stöð í raunveruleikanum. Sögurnar kæmu frá fólki sem hann hefði þurft að taka á í gegnum tíðina. „Ég held að þetta endurspegli bara það sem lögreglumenn hafa verið að segja, þetta eru hans viðbrögð við því þegar að menn hafa leitað til hans eða komið fram með athugasemdir, þá eru þetta viðbrögðin. Það að svona hátt settur maður í embættisgeiranum skuli koma fram með svona hluti, ég bara trúi því ekki að þessi maður geti mætt til vinnu á mánudaginn og brosað framan í samstarfsfólk sitt. Ég bara trúi því ekki,“ sagði Arinbjörn Snorrason við Vísi um helgina.Lögreglustjórar landsins funduðu í morgun og ræddu þá umfjöllun fréttamiðla síðustu daga um embætti ríkislögreglustjóra. Niðurstaða þess fundar var sú að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega að svo stöddu. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri mætti nú fyrir stundu í dómsmálaráðuneytið þar sem hann mun funda með nýjum dómsmálaráðherra, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um stöðuna sem upp er komin innan lögreglunnar.Átök eru milli ríkislögreglustjóra og svo Arinbjarnar Snorrasonar, formanns Lögreglufélagsins, sem vill að Haraldur víki meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu. Arinbjörn hefur látið hafa eftir sér að félagsmenn hafi ítrekað kvartað undan störfum Haralds; að ríkislögreglustjóri stundi ógnar- og óttastjórnun.Haraldur fundar nú með dómsmálaráðherra en með honum á fundinn mættu Jón Bjartmarz og Jónas Ingi Pétursson.visir/vilhelmHaraldur mætti á fundinn við þriðja mann en með honum voru þeir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Jónas Ingi Pétursson fjármálastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Þeir komu allir saman á leigubíl. Haraldur sagði, í stuttu samtali við fréttamenn, ætla að ræða stöðuna og málefni lögreglunnar við ráðherra eins og hún horfði við sér. Hann vildi ekki svara spurningum um það hvort hann væri að íhuga stöðu sína sérstaklega og sagði spurður að það yrði að koma í ljós hvort hann myndi veita viðtöl eftir fundinn.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri fundar nú með ráðherra en hann mætti í dómsmálaráðuneytið við þriðja mann.visir/vilhelmSegja má að upp úr hafi soðið um helgina í kjölfar viðtals sem Haraldur veitti Morgunblaðinu um helgina. Þar sagði Haraldur meðal annars að ef til starfsloka kæmi af hans hálfu myndi það kalla á enn ítarlegri umfjöllun af hans hálfu um valdabaráttu á bak við tjöldin. Bætti hann við að verið væri að dreifa persónlegum sögum af honum, sem ættu sér enga stöð í raunveruleikanum. Sögurnar kæmu frá fólki sem hann hefði þurft að taka á í gegnum tíðina. „Ég held að þetta endurspegli bara það sem lögreglumenn hafa verið að segja, þetta eru hans viðbrögð við því þegar að menn hafa leitað til hans eða komið fram með athugasemdir, þá eru þetta viðbrögðin. Það að svona hátt settur maður í embættisgeiranum skuli koma fram með svona hluti, ég bara trúi því ekki að þessi maður geti mætt til vinnu á mánudaginn og brosað framan í samstarfsfólk sitt. Ég bara trúi því ekki,“ sagði Arinbjörn Snorrason við Vísi um helgina.Lögreglustjórar landsins funduðu í morgun og ræddu þá umfjöllun fréttamiðla síðustu daga um embætti ríkislögreglustjóra. Niðurstaða þess fundar var sú að tjá sig ekki frekar um málið opinberlega að svo stöddu.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58 Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46
Þingmenn ósáttir með ástand innan lögreglunnar Dómsmálaráðherra þarf nú að meta hvort vegi þyngra, löggæslan í landinu eða Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, segir þingmaður Samfylkingar. 15. september 2019 13:58
Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann. 13. september 2019 10:22
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13