Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2019 13:24 Arinbjörn Snorrason hefur unnið í lögreglunni í 26 ár. Vísir/Baldur Hrafnkell Arinbjörn Snorrason formaður Lögreglufélagsins krossar sig í bak og fyrir og segir það af og frá að hann sé í hefndarhug gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Veruleg ólga er innan lögreglunnar og flokkadrættir. Andlit þeirra átaka eru ríkislögreglustjóri og formaður Lögreglufélagsins en Arinbjörn hefur meðal annars sagt að félagar í Lögreglufélaginu telji Harald beita ógnarstjórn. Haraldur svaraði fyrir sig í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nú um helgina þar sem hann sagði meðal annars að ef til starfsloka kæmi hvað sig varðaði myndi það þýða að hann myndi upplýsa um eitt og annað sem hann teldi ekki í lagi að tjaldarbaki, innan lögreglunnar.Misnotaði aðstöðu sína og ók á 185 km hraða á klukkustund Morgunblaðið birti þá í morgun frétt þar sem segir af 12 ára gömlu broti Arinbjarnar í starfi. Árið 2007 var Arinbjörn ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, eða eins og segir í árskýrslu ríkissaksóknara: „er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.“Haraldur Johannessen mætir á fund dómsmálaráðherra. Hann og Arinbjörn hafa eldað grátt silfur að undanförnu.visir/vilhelmFram kemur í frétt Morgunblaðsins að hann hafi ekið þegar hraðast var 185 km hraða á klukkustund. Í fréttinni segir að Arinbjörn hafi gagnrýnt atriði sem komu fram í Morgunblaðsviðtali við Harald og í kjölfarið „vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.“Hefur sofið rólegur Vísir spurði Arinbjörn hvort honum þætti ef til vill sérkennilegt að þetta væri dregið fram nú í tengslum við gagnrýni hans á ríkislögreglustjóra og þá ekki síst í ljósi þess að Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri eru bræðrasynir? Arinbjörn segir að það komi upp núingsdæmi og ekkert sé heilagt. En, hann vill ekki gera mikið úr þessum ættartengslum. „Ég bjóst við þessu eftir að ég las viðtalið við Harald. Hafði heyrt að þetta væri í farvatninu. Og staðfesti þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband; þetta væri hárrétt. Ég væri ekkert öðruvísi en aðrir, hefði gert mistök, greitt sekt fyrir það og lít ekki á mig sem rétthærri en aðra samfélagsþegna. Þetta gerðist og það er með mig eins og aðra, unnið var með þau mistök og niðurstaða fundin. Síðan hef ég sofið nokkuð rólegur.Ef ég væri smeykur við svona umfjöllun væri ég búinn að stíga til hliðar fyrir löngu,“ segir Arinbjörn og segir að hann hafi lengi fengist við félagsstörf og hafi verið í stjórn Lögreglufélagsins allt frá árinu 1996 og formaður nokkuð lengi. „Öllum getur orðið á, mér varð á og það fékk farsælan endi.“ Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Arinbjörn Snorrason formaður Lögreglufélagsins krossar sig í bak og fyrir og segir það af og frá að hann sé í hefndarhug gagnvart Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Veruleg ólga er innan lögreglunnar og flokkadrættir. Andlit þeirra átaka eru ríkislögreglustjóri og formaður Lögreglufélagsins en Arinbjörn hefur meðal annars sagt að félagar í Lögreglufélaginu telji Harald beita ógnarstjórn. Haraldur svaraði fyrir sig í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið nú um helgina þar sem hann sagði meðal annars að ef til starfsloka kæmi hvað sig varðaði myndi það þýða að hann myndi upplýsa um eitt og annað sem hann teldi ekki í lagi að tjaldarbaki, innan lögreglunnar.Misnotaði aðstöðu sína og ók á 185 km hraða á klukkustund Morgunblaðið birti þá í morgun frétt þar sem segir af 12 ára gömlu broti Arinbjarnar í starfi. Árið 2007 var Arinbjörn ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, eða eins og segir í árskýrslu ríkissaksóknara: „er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglubifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldustörfum.“Haraldur Johannessen mætir á fund dómsmálaráðherra. Hann og Arinbjörn hafa eldað grátt silfur að undanförnu.visir/vilhelmFram kemur í frétt Morgunblaðsins að hann hafi ekið þegar hraðast var 185 km hraða á klukkustund. Í fréttinni segir að Arinbjörn hafi gagnrýnt atriði sem komu fram í Morgunblaðsviðtali við Harald og í kjölfarið „vöktu menn á netinu máls á broti Arinbjarnar gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins.“Hefur sofið rólegur Vísir spurði Arinbjörn hvort honum þætti ef til vill sérkennilegt að þetta væri dregið fram nú í tengslum við gagnrýni hans á ríkislögreglustjóra og þá ekki síst í ljósi þess að Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri eru bræðrasynir? Arinbjörn segir að það komi upp núingsdæmi og ekkert sé heilagt. En, hann vill ekki gera mikið úr þessum ættartengslum. „Ég bjóst við þessu eftir að ég las viðtalið við Harald. Hafði heyrt að þetta væri í farvatninu. Og staðfesti þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband; þetta væri hárrétt. Ég væri ekkert öðruvísi en aðrir, hefði gert mistök, greitt sekt fyrir það og lít ekki á mig sem rétthærri en aðra samfélagsþegna. Þetta gerðist og það er með mig eins og aðra, unnið var með þau mistök og niðurstaða fundin. Síðan hef ég sofið nokkuð rólegur.Ef ég væri smeykur við svona umfjöllun væri ég búinn að stíga til hliðar fyrir löngu,“ segir Arinbjörn og segir að hann hafi lengi fengist við félagsstörf og hafi verið í stjórn Lögreglufélagsins allt frá árinu 1996 og formaður nokkuð lengi. „Öllum getur orðið á, mér varð á og það fékk farsælan endi.“
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46 Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast. 14. september 2019 12:46
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár. 9. september 2019 15:13