Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2019 16:25 Reykur stígur upp frá Abqaiq-olíulindinni í Buqyaq í Sádi-Arabíu á laugardag. Drónaárásir voru gerðar á tvær stærstu olíulindir landsins þar sem um 5% af hráolíu heimsins eru framleidd. AP/Al-Arabiya Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum. Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Talsmaður sádiarabíska hersins fullyrðir að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að írönsk vopn hafi verið notuð við loftárásir á olíulindir þar á laugardag. Sádar hafna því að uppreisnarmenn Húta í Jemen hafi staðið að árásinni. Talið er að drónar hafi verið notaðir við árásir á tvær af stærstu olíulindum Sádi-Arabíu á laugardag. Árásirnar leiddu til hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim. Því hafa stjórnvöld í Teheran hafnað alfarið. Turki al-Malki, herforingi í sádiarabíska hernum og talsmaður bandalagsher Sáda í Jemen, sagði í sjónvarpsávarpi að árásirnar hafi ekki verið gerðar frá Jemen. Rannsókn stæði yfir á hvaðan þeim var stýrt, að sögn Washington Post. „Rannsóknin heldur áfram og allt bendir til þess að vopnin sem var notuð í báðum árásum hafi komið frá Íran,“ sagði Malki.Hafa ekki lagt fram sannanir um hver ber ábyrgð Rannsakendur Bandaríkjahers eru sagðir komnir til Sádi-Arabíu til að rannsaka hvaða vopn voru notuð við árásirnar. Þeir gangi út frá því að árásirnar hafi hvorki verið gerðar frá Jemen né Íran. Hvorki Sádar né Bandaríkjamenn hafa þó lagt fram sannanir fyrir aðild Írana umfram gervihnattamyndir af árásarstaðnum, að sögn New York Times. Hútar, sem njóta stuðnings Írana, hafa hótað frekari árásum í Sádi-Arabíu. Ráðist gæti verið á fleiri olíulindir ríkisolíufyrirtækis Sáda Aramco „hvenær sem er“. Þeir hafa heldur ekki lagt fram sannanir fyrir að þeir hafi staðið að árásunum.Sjá einnig:Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin bregðist við árásunum með hernaðaraðgerðum. Gaf hann þó í skyn að hann vildi að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tæki af skarið með að lýsa því yfir hver bæri ábyrgð á árásunum og hvernig ætti að bregðast við. Aðrar stórþjóðir hafa hikað við að kenna ákveðnum aðilum um árásina. Martin Griffiths, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, sagði öryggisráðinu í dag að ekki væri fullljóst hver hefði staðið að árásunum en að þær hefðu aukið hættuna á átökum í heimshlutanum.
Bandaríkin Íran Jemen Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Olíuverð hækkar í kjölfar árása Búast má við meiri hækkun á komandi dögum. 15. september 2019 23:41 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15