Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2019 13:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fær sér kaffi á nefndasviði Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Samkomulag milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins snýst um stórfellda uppbyggingu til að greiða fyrir umferð í borginni. Drög að slíku samkomulagi voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær og er fundað um það í dag. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga í gærkvöldi en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Í þessu samkomulagi er kveðið á um uppbyggingu borgarlínu og að farið verði í framkvæmdir á stofnbrautum þar sem miklar umferðartafir myndast. Þá er lögð áhersla á uppbyggingu tengdum öðrum samgöngumálum en einnig er minnst á Sundabraut í þessu samkomulagi. Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þessi áform í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ekki hefur enn gefist svigrúm til að kynna þessar breytingar fyrir þingmönnum en Sigmundur Davíð spurði hvort ráðherrann gæti hugsað sér að tekið verði upp gjald til að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins og að það renni í borgarlínu.Tækifæri fyrir Íslendinga Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti. Sagðist Bjarni sjá þetta sem tækifæri þar sem Íslendingar gætu hætt að reiða sig á orkugjafa sem þarf að flytja inn til landsins með því að fara í orkuskipti í samgöngum. Sagði hann ríkið hafa verið í viðræðum við sveitarfélögin um samgönguás á höfuðborgarsvæðinu. „Sem við sjáum fyrir okkur að hægt verði að veita almenningssamgöngum forgang. Það þarf að reisa þessa vegi þar sem hópferðabílar geta farið, eins og ég sé þetta, leigubifreiðar og jafnvel ökutæki þar sem þrír eða fleiri eru. Þetta ætti að greiða fyrir umferð. Aðalatriðið er það að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMSakaði þingmann um skapa hávaða og læti Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sakaði Þorstein um að skapa hávaða og stæla. „Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“ Alþingi Reykjavík Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Samkomulag milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins snýst um stórfellda uppbyggingu til að greiða fyrir umferð í borginni. Drög að slíku samkomulagi voru kynnt fyrir bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í gær og er fundað um það í dag. Stýrihópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fundaði í morgun um samkomulag sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga í gærkvöldi en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða. Í þessu samkomulagi er kveðið á um uppbyggingu borgarlínu og að farið verði í framkvæmdir á stofnbrautum þar sem miklar umferðartafir myndast. Þá er lögð áhersla á uppbyggingu tengdum öðrum samgöngumálum en einnig er minnst á Sundabraut í þessu samkomulagi. Nýverið var greint frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hefði kynnt hugmyndir um að veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins yrðu tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelmSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra út í þessi áform í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Ekki hefur enn gefist svigrúm til að kynna þessar breytingar fyrir þingmönnum en Sigmundur Davíð spurði hvort ráðherrann gæti hugsað sér að tekið verði upp gjald til að aka um vegi höfuðborgarsvæðisins og að það renni í borgarlínu.Tækifæri fyrir Íslendinga Bjarni sagði ríkið nauðbeygt til að gjörbreyta allri gjaldtöku vegna samgangna í landinu því rafbílum hefði fjölgað svo mikið. Þessi orkuskipti kostuðu ríkið þrjá milljarða í eftirgjöf á virðisaukaskatti í fyrra til að fá inn umhverfisbíla. Þessir bílar færu um göturnar án þess að greiða þau gjöld sem falla á bíla sem reiða sig á jarðefnaeldsneyti. Sagðist Bjarni sjá þetta sem tækifæri þar sem Íslendingar gætu hætt að reiða sig á orkugjafa sem þarf að flytja inn til landsins með því að fara í orkuskipti í samgöngum. Sagði hann ríkið hafa verið í viðræðum við sveitarfélögin um samgönguás á höfuðborgarsvæðinu. „Sem við sjáum fyrir okkur að hægt verði að veita almenningssamgöngum forgang. Það þarf að reisa þessa vegi þar sem hópferðabílar geta farið, eins og ég sé þetta, leigubifreiðar og jafnvel ökutæki þar sem þrír eða fleiri eru. Þetta ætti að greiða fyrir umferð. Aðalatriðið er það að samkomulagið sem er í smíðum er um stórfellda uppbyggingu á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu til að greiða fyrir umferð,“ sagði Bjarni.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.VÍSIR/VILHELMSakaði þingmann um skapa hávaða og læti Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi varðandi samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sakaði Þorstein um að skapa hávaða og stæla. „Þingmaður er að reyna að búa til áframhaldandi umræðu í þessum þingsal sem er oft ímyndarumræða, ímyndarstjórnmál eða öfgaátakastjórnmál, búa til umræðu um mál sem ekki er komið í sitt endanlega form þannig að hægt sé að svara því hvað stendur í því og hvað ekki. Það er verið að búa til spurningar um eitthvað sem hæstvirtur. þingmaður sagði að hann hefði gjarnan viljað kynna sér en gefur sér síðan strax hver niðurstaðan verði og spyr mig spurninga út frá því,“ sagði Sigurður Ingi og bætti við: „Það er einmitt í anda ímyndar- og átakastjórnmála. Búum bara til hávaða og stæla, vinnum ekki vinnuna okkar og vöndum ekki til verka. Hvar voru skilaboðin um minna fúsk og meiri ábyrgð?“
Alþingi Reykjavík Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent