Mótmælendur biðluðu til Trump um að frelsa Hong Kong Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:45 Mótmælendur afhentu fulltrúa bandaríska ræðismannsins áskorun í dag. Vísir/AP Þúsundir mótmælenda í Hong Kong eru sagðir hafa sungið þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna þar í borg og kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi „frelsa“ sjálfstjórnarhéraðið. Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram í fyrstu en brutust síðar eins og oft áður út í ofbeldi og átök mótmælenda við lögreglu. Mótmælendur frömdu skemmdarverk á neðanjarðarlestarstöðvum, kveiktu elda og lokuðu fyrir umferð. Lögregla notaðist í kjölfarið við táragas til að dreifa mótmælendum. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í almenningsgarði og kallaði þar slagorð á borð við „Veitið Beijing viðnám, frelsið Hong Kong“ og „Standið með Hong Kong, berjist fyrir frelsi.“ Margir veifuðu sömuleiðis bandaríska fánanum og báru skilti þar sem Trump er beðinn um að frelsa Hong Kong.Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Stjórnvöld í Hong Kong urðu í liðinni viku við einni kröfu mótmælendanna þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið, sem var uppspretta mótmælanna, formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Þúsundir mótmælenda í Hong Kong eru sagðir hafa sungið þjóðsöng Bandaríkjamanna fyrir utan bandarísku ræðismannsskrifstofuna þar í borg og kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi „frelsa“ sjálfstjórnarhéraðið. Mótmælin í dag fóru friðsamlega fram í fyrstu en brutust síðar eins og oft áður út í ofbeldi og átök mótmælenda við lögreglu. Mótmælendur frömdu skemmdarverk á neðanjarðarlestarstöðvum, kveiktu elda og lokuðu fyrir umferð. Lögregla notaðist í kjölfarið við táragas til að dreifa mótmælendum. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í almenningsgarði og kallaði þar slagorð á borð við „Veitið Beijing viðnám, frelsið Hong Kong“ og „Standið með Hong Kong, berjist fyrir frelsi.“ Margir veifuðu sömuleiðis bandaríska fánanum og báru skilti þar sem Trump er beðinn um að frelsa Hong Kong.Einnig var óskað eftir því að bandaríska þingið beiti ráðamönnum í Hong Kong og Kína efnahagsþvingunum fyrir að að hafa beitt sér gegn mannréttindum og lýðræði í borginni. Stjórnvöld í Hong Kong urðu í liðinni viku við einni kröfu mótmælendanna þegar stjórnarliðar lofuðu að draga framsalsfrumvarpið, sem var uppspretta mótmælanna, formlega til baka. Sú aðgerð virðist ekki hafa dugað til að róa mótmælendur, sem hafa einnig krafist lýðræðisumbóta, afsagnar Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong, og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu lögregluofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Hong Kong Kína Tengdar fréttir Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15 Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46 Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16 Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Nemendur Hong Kong skrópa á fyrsta skóladegi Námsmenn í Hong Kong sem mótmælt hafa alræðistilburðum Kínverja í borginni skrópuðu í skólanum í morgun á fyrsta degi nýs skólaárs og héldu mótmælastöðu sinni áfram eftir víðtæk mótmæli um helgina þar sem kom til harðra átaka víða. 2. september 2019 09:15
Lögregla sást berja mótmælendur ítrekað með kylfum í lestarvagni „Ég sá lögregluna nota kylfur sínar til að berja höfuðið á sama manninum ítrekað, þrátt fyrir að hann væri krjúpandi út í horni,“ sagði Lai sem varð vitni að atvikinu í Hong Kong 31. ágúst 2019 22:46
Virtu bannið að vettugi og mótmæltu harkalega Þrátt fyrir að fréttir hafi borist af því að mótmælum helgarinnar í Hong Kong hafi verið aflýst, þar sem ekki fékkst leyfi til mótmæla, flykktust mótmælendur út á götur borgarinnar í dag. 31. ágúst 2019 14:16
Hafnar því að hún vilji segja af sér Æðsti stjórnandi Hong Kong segist aldrei hafa boðið stjórnvöldum í Peking afsögn sína. Reuters birti upptöku þar sem heyra mátti hana tala um afsögn. 3. september 2019 19:00