Gætu neitað þeim sem þiggja opinbera aðstoð um dvalarleyfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 15:23 Samkvæmt bandarískum lögum eiga þeir sem hafa haft varanlegt dvalarleyfi í fimm ár rétt á opinberum bótum. Nýju reglurnar gætu þýtt að þeim fækki sem eiga rétt á dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétti. Vísir/EPA Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira