Hundruð milljóna til Háskóla Íslands, betri umferð og minni mengun - allt ókeypis! Björn Teitsson skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það bárust mjög ánægjulegar fréttir af Háskóla Íslands í vikunni þar sem hann skoraði hátt á Shanghai-lista yfir bestu háskóla heims. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að Háskóli Íslands starfar með fjárframlagi ríkis sem er undir meðaltali framlaga ríkja innan OECD til háskólastarfs. Til að viðhalda þeim framúrskarandi árangri sem Háskóli Íslands hefur nú þegar náð, og til að ná enn frekari framförum og betri árangri í vísindastarfi allra deilda, þarf aukið fjármagn. Um þetta eru öll sammála. Hér er því hugmynd, sem gæti hentað Háskóla Íslands og um leið öllum íbúum Reykjavíkur: Hvernig væri ef bílastæðasjóður myndi semja við HÍ um að skólinn fengi allan hagnað af gjaldskyldu bílastæða við skólann, og um leið taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum sem eru á háskólasvæðinu? Þetta gæti um leið verið gjöf borgarinnar til háskólastarfs. Bókstaflega allir aðilar myndu hagnast gríðarlega ef af yrði. Allar líkur eru á að þannig myndi draga úr akstri nemenda. Þeir færu frekar að nýta sér almenningssamgöngur eða virka ferðamáta (ganga eða hjóla), eða að minnsta kosti samflot (car-pool). Myndi það draga verulega úr bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega þeirri sem streymir í vesturátt á morgnana og í austurátt síðdegis. Þannig gæti Háskóli Íslands haft bein lykiláhrif í því að draga úr útblæstri og mengun á höfuðborgarsvæðinu, til hagsbóta fyrir alla borgarbúa. Tekjurnar gætu numið hundruðum milljóna á hverju ári sem færu þráðbeint í rannsóknarstarf, betri aðstæður nemenda og hærri laun starfsfólks. Þetta er borðleggjandi. Þrennt til að hafa í huga: Fyrir áratug eða svo barðist ein stúdentahreyfing fyrir gjaldtöku á bílastæðum við skólann og hlaut mikið last fyrir meðal nemenda. Í dag er þó annað umhverfi. Bókstaflega. Þótt þetta ætti vitanlega ekki að vera stúdentapólitískt mál væri þó áhugavert að sjá stúdentahreyfingar réttlæta óþarfa mengun, óþarfa akstur og tala gegn því að háskólinn fái nauðsynlegt fjármagn til að bæta aðstæður nemenda. Rétt er að benda á að einkabílanotkun á við þá sem viðgengst meðal nemenda í HÍ og HR er algerlega óþekkt í háskólum okkar samanburðarlanda og þætti hún satt best að segja fáránleg. Það er algerlega óásættanlegt að Háskólinn sitji á öllu þessu dýrmæta landssvæði án þess að hafa af því nokkurn hagnað. Landrýmið sem hvert einasta bílastæði tekur er minnst 12,5 fermetrar og í raun meira með inn-og útkeyrslum. Athugið svi að meðalfermetraverð á leigumarkaði í Vesturbæ Reykjavíkur 2.716 krónur á mánuði á tímabilinu janúar 2018 til ágúst 2019. Að lokum. Fjárframlag ríkisins til Háskóla Íslands á eftir sem áður að ná meðaltali OECD-ríkja og mætti raunar vera enn hærra. Að sjálfsögðu. En hér er í öllu falli gullið tækifæri til að gera háskólann betri, styðja við hann, bæta loftgæði og draga verulega úr mengun á höfuðborgarsvæðinu. Það hlýtur að hljóma ágætlega fyrir nemendur, fyrir starfsfólk HÍ og fyrir alla borgarbúa.Höfundur er meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-háskólann í Weimar í Þýskalandi.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun