Corbyn hvetur Katrínu til að lýsa yfir neyðarástandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 10:45 Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn funduðu saman í Lundúnum í apríl síðastliðnum. Getty/Jack Taylor Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019 Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019
Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46