Gripið til aðgerða vegna ferðamannaágangs í Reykjahlíð Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 14:39 Svæðið hefur látið á sjá eftir umgang ferðamanna. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur takmarkað umferð um Hveri, Leirhnjúk og Stóra-Víti við Kröflu í Skútustaðahreppi. Það verður til að mynda gert með því að loka hringleið umhverfis Stóra-Víti en markmiðið með aðgerðunum er að sögn stofnunarinnar að stuðla að bættri umferð gangandi vegfarenda á svæðinu. Í tilkynningu Umhverfisstofnunar er landeigandi í Reykjahlíð sagður hafa farið fram á að stofnunin takmarkaði aðgengi ferðamanna á svæðinu. „Þegar stofnunin auglýsti eftir athugasemdum komu fram skiptar skoðanir meðal landeigenda sem og annarra umsagnaraðila um ástand svæðisins og aðgerðir,“ segir í tilkynningunni. Engu að síður hafi Umhverfisstofnun ákveðið að bregðast við, ekki síst í ljósi „verndargildis svæðanna.“Frá Stóra-Víti, þar sem lokað hefur verið fyrir hringumferð.UmhverfisstofnunTakmarkanirnar sem gripið verður til eru eftirfarandi:Gestum ber að fylgja gönguleiðum og virða merkingar og girðingarUmferð bíla takmarkast við merkt bílastæðiFara skal eftir leiðbeiningum landvarða um umferð og umgengni á svæðinuVið Stóra-Víti verður hringleið umhverfis gíginn lokuð. Aðgengi verður takmarkað við svæðið upp frá bílastæði og suður fyrir gíginn, um 400 metra leið. Í vætutíð verður aðgengi takmarkað við hellulagða stétt vestan við sprengigíginn og verður það sérstaklega merkt. Fimm landverðir munu vinna að því að vernda svæðið með þessum hætti næstu daga auk þess sem daglegt eftirlit mun næstu vikur fara fram með því að reglur verði virtar. Takmörkunin tók gildi í dag og er stefnt að endurskoðun takmörkunar eigi síðar en innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist til batnaðar. Haft er eftir Sigrúnu Ágústsdóttur, staðgengil forstjóra Umhverfisstofnunar, í tilkynningunni að þetta séu í raun fordæmalausar aðgerðir. „Við höfum ekki áður farið þessa leið en með þessum skrefum vonumst við til að ná sama árangri og ef svæðinu hefði verið lokað fyrir umferð ferðafólks. Okkar reynsla er að fólk virði almennt reglur um stýringu umferðar og því er mikilvægt að koma henni á,“ segir Sigrún.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira