Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40