Vill að kynfaðir sinn verði sóttur til saka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 23:22 Jess Philips, þingmaður, segir Vicky eiga að vera skilgreinda sem þolandi í kynferðisbroti sem móðir hennar varð fyrir. Vísir/Getty Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu. Bretland England Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira
Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu.
Bretland England Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Sjá meira