Methlutfall fyrstu kaupenda merki þess að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 10:16 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra. Vísir/vilhelm Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér. Húsnæðismál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér.
Húsnæðismál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf