Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 21:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira