Óvenju gott veður í júní gæti hafa stuðlað að kyrrstöðu á fasteignamarkaði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:37 Sólin skín á húsþök í Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Vísir/vilhelm Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“ Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í „algerri kyrrstöðu“. Þetta er yfirskrift nýrrar hagsjár Landsbankans þar sem fjallað er um breytingar á fasteignamarkaði. Verð á fjölbýli hefur hækkað um 1% síðustu sex mánuði og almennt fasteignaverð hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Þá gæti gott veður á höfuðborgarsvæðinu í júní hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil.Viðskipti með fjölbýli 82% allra íbúðaviðskipta síðasta árs Í Hagsjánni er einkum horft til þess að viðskipti með fjölbýli skipta langmestu máli við mælingar á þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru viðskipti með fjölbýli um 82% allra viðskipta með íbúðarhúsnæði á árinu 2018. „Á síðustu sex mánuðum hefur verð á fjölbýli hækkað um 1% og skiptir 1% verðlækkun í febrúar miklu í því sambandi. Samsvarandi tala fyrir árið 2018 var 1,9% og 11,9% fyrir árið 2017. Þessar tölur eru enn ein birtingarmynd á því að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í mikilli kyrrstöðu,“ segir í Hagsjánni. Sérbýli lækkaði um 0,5% milli mánaða Þegar litið er almennt á fasteignaverð samkvæmt tölum Þjóðskrár sést að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3% og verð á sérbýli lækkaði um 0,5%. Þegar horft er yfir 12 mánaða tímabil hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,4% og verð á sérbýli um 1,8%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 3,4%, sem er 0,4 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Mun minni viðskipti í ár en í fyrra Þá voru viðskipti með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu í júní mun minni en verið hefur lengi, að undanskildum desember á síðasta ári. Fjöldi viðskipta fyrstu sex mánuði ársins 2019 var um 4% minni og á sama tíma fyrir ári og viðskiptin í júní í ár voru um 23% minni en í júní 2018. „Það má því segja að fasteignamarkaðurinn hafi gefið töluvert eftir hvað fjölda viðskipta varðar. Meðalfjöldi viðskipta á fyrstu sex mánuðum ársins er hins vegar um 6% minni en var á öllu árinu 2018,“ segir í Hagsjánni. Sólin, WOW air og kjarasamningar Þá er sérstaklega tekið fram að veðrið á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óvenju gott í júní og verulega betra en á síðasta ári. Það kunni að hafa haft þau áhrif að viðskipti með fasteignir voru óvenju lítil. Óvissa í efnahagslífinu af völdum kjarasamninga og gjaldþrots WOW air gætu einnig hafa haft sitt að segja. Þá hefur framboð íbúða á sölumarkaði aukist verulega og einnig er að vænta mikillar aukningar á framboði leiguhúsnæðis. „Allt kann þetta að hafa leitt til biðstöðu á markaðnum. Fólk vill kannski sjá framtíðina betur fyrir sér áður en stórar ákvarðanir eru teknar.“
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira