Hitamet slegið í París og hlýnar enn Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 12:40 Parísarbúar reyna að kæla sig í gosbrunni við Louvre-safnið. AP/Rafael Yaghobzadeh Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi vara við því að enn hlýni þar í veðri í annarri hitabylgjunni sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri. Hitamet var slegið í París þegar mælirinn sýndi 40,6°C í gær. Fleiri meti gætu fallið annars staðar í álfunni þegar hitabylgjan nær hámarki sínu. Rautt viðbúnaðarstig er nú í norðanverðu Frakklandi vegna hitans. Spáð er allt að 42-43°C hita þar í dag. Í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi gætu hitamet verið slegin í annað skipti á jafnmörgum dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er spáð allt að 39°C hita á Bretlandi í dag. AP-fréttastofan hefur eftir frönsku veðurstofunni að hitametið í París hafi verið slegið síðdegis í gær. Fyrra met hafði staðið frá árinu 1947. Franskt hitamet var slegið í hitabylgjunni í júní þegar hann mældist 46°C í sunnanverðu landinu. Í Frakklandi hafa yfirvöld hvatt fólk til að forðast ferðalög og að vinna heiman frá sér hafi það tök á því. Barnaheimilum hefur verið lokað vegna hitans. Fimm eru taldir látnir af völdum hitans þar í landi. Í Hollandi drápust hundruð svína þegar loftræsting brást á búa þar og yfirvöld hafa varða við mengunarþoku í borgum. Í norðanverðu Þýskalandi er varað við því að fiskar og skelfiskur gæti drepist þar sem ár og vötn hafa þornað upp. Á Bretlandi er lestum ekið hægar til að forðast að teinarnir láti undan í stækjunni. Hitabylgjur eiga sér stað náttúrulega en hnattræn hlýnun af völdum manna er talin auka líkurnar á þeim og gera þær ákafari. Meginorsök hnattrænnar hlýnunar er losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Belgía Bretland Frakkland Holland Loftslagsmál Þýskaland Tengdar fréttir Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. 22. júlí 2019 12:26
Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45