Erlendur ferðamaður segir hátt í átta menn hafa ráðist á sig á Laugavegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. júlí 2019 08:28 Mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. FBL/Anton brink Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Sjá meira
Erlendur ferðamaður hringdi eftir aðstoð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 03:57 í nótt eftir að hann sagði að hátt í átta menn hefðu ráðist á sig og stolið símanum hans. Áverkar eru á höndum, síðu og mögulega andliti. Hinir grunuðu fundust ekki og lítið er vitað um þá. Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikið var um slagsmál og líkamsárásir í miðbænum í nótt. Þannig tilkynnti kona laust eftir hálf fimm í nótt einnig um líkamsárás. Hún sagði marga menn hafa ráðist á sig. Sjúkrabifreið flutti konuna á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um meiðsl en áverkar eru sagðir minniháttar og er málið í rannsókn.Sló og klóraði barþjón Kona var handtekin laust fyrir hálf fjögur í nótt á veitingastað við Naustin 101 grunuð um líkamsárás. Hún er grunuð um að hafa slegið og klórað kvenkyns barþjón í andlitið. Konan var látin laus að upplýsingatöku lokinni. Sú sem lenti í meintri árás sagðist ætla sjálf á slysadeild í skoðun. Klukkan 03:52 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi í miðbænum. Karlmaður var kýldur í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið og rotaðist. Árásarþoli þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir meintar barsmíðar. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Tveir réðust á einn Laust fyrir klukkan hálf átta í gærkvöldi var síðan tilkynnt um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Tveir réðust á einn. Um var að ræða ágreining um vinnu og laun. Maður í annarlegu ástandi var laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi handtekinn í Hlíðunum grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Ekið á hjólreiðarmann Um fimmleytið í gær var síðan tilkynnt um umferðarslys á gangbraut við Rútstorg í Kópavogi. Ökumaður ók á hjólreiðarmann sem hafnaði ofan á bifreiðinni. Maðurinn var ekki með hjálm og hvartaði undan eymslum í höfði, öxl og fótum. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað um líðan mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Sjá meira