Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 12:02 Reiði Trump forseta virðist beinast að Sharpton vegna þess að klerkurinn heimsækir Baltimore sem forsetinn segir morandi í rottum og nagdýrum. Vísir/EPA Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Bandaríski klerkurinn og mannréttindafrömuðurinn Al Sharpton er nýjasti svarti leiðtoginn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveður að beina spjótum sínum að. Í röð tísta kallar forsetinn Sharpton „svikahrapp“ og „vandræðagemsa“. Áður hefur forsetinn tíst á rasískan hátt um þeldökkar þingkonur og um kjördæmi svarts þingmanns. Tilefni tísta Trump um Sharpton í morgun virðist vera heimsókn klerksins til Baltimore. Trump hefur um helgina ausið svívirðingum yfir Elijah Cummings, þingmann demókrata frá borginni, sem stýrir rannsóknum eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar á forsetanum og ríkisstjórn hans. Í þeim kallaði Trump kjördæmi Cummings meðal annars „viðbjóðslega hörmung sem er morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Meirihluti íbúa kjördæmisins eru blökkumenn. „Al er svikahrappur, vandræðagemsi sem er alltaf að leita að feng. Bara að gera það sem hann gerir,“ tísti Trump og deildi tísti Sharpton um að hann væri á leiðinni til Baltimore. „Hann hatar hvíta og löggur!“ tísti Trump ennfremur. Fullyrti hann að Sharpton hefði oft leitað til sín um greiða og beðið hann afsökunar í kosningabaráttunni árið 2016 um hvernig hann talaði um forsetaframbjóðandann. Sannleiksgildi þeirra fullyrðinga liggur ekki fyrir en Trump hefur fullyrt sambærilega hluti um aðra menn sem ekki hefur reynst innistæða fyrir.I have known Al for 25 years. Went to fights with him & Don King, always got along well. He “loved Trump!” He would ask me for favors often. Al is a con man, a troublemaker, always looking for a score. Just doing his thing. Must have intimidated Comcast/NBC. Hates Whites & Cops! https://t.co/ZwPZa0FWfN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2019 Sharpton tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og birti mynd af þeim Trump og Jesse Jackson, öðrum svörtum mannréttindafrömuði, frá árinu 2006 þar sem Sharpton segir Trump hafa lofað þá Jackson fyrir störf þeirra. „Trump segir að ég sé vandræðagemsi og svikahrappur. Ég bý til vandamál fyrir fordómaseggi. Ef hann héldi virkilega að ég væri svikahrappur myndi hann vilja mig í ríkisstjórnina hans,“ tísti Sharpton.Trump says I'm a troublemaker & con man. I do make trouble for bigots. If he really thought I was a con man he would want me in his cabinet.— Reverend Al Sharpton (@TheRevAl) July 29, 2019 Ræðst áfram á svarta leiðtoga eftir rasísk tíst um þingkonur Bandaríkjaforseti hélt jafnframt áfram árásum sínum á Cummings á Twitter í morgun þrátt fyrir að hafa sætt gagnrýni fyrir orðbragð sitt um hann og kjördæmi hans um helgina. Trump brást við gagnrýninni með því að kalla Cummings sjálfan „rasista“. Rasísk tíst Trump um fjórar þingkonur demókrata fyrir tveimur vikum vöktu harða gagnrýni. Þar sagði hann þeim að „fara aftur“ til landa „morandi í glæpum“ sem hann vildi meina að þær væru frá. Þrjár þingkvennanna eru fæddar í Bandaríkjunum og sú fjórða, Ilhan Omar, flúði Sómalíu sem barn og er bandarískur ríkisborgari. Stuðningsmenn Trump tóku hann á orðinu á kosningafundi í Norður-Karólínu hálfri viku eftir tístin. Þá kyrjuðu þeir um að Trump ætti að vísa Omar úr landi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41