„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:17 Þorbergur á ferðinni í nótt. Hann á að baki rúma hundrað kílómetra síðan klukkan tvö. Mynd/Aðsend „Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend
Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59
Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45