„Svona truflanir hafa áhrif“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:00 Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“ Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Hópur aðgerðasinna mótmælti neyslu dýraafurða í Krónunni á Granda í dag. Mótmælin voru svipuð þeim sem fram fóru í Hagkaup í Skeifunni í gær og voru það grænkerarnir Natasha Katherine Cuculovski og Luca Padalini sem stóðu fyrir mótmælunum. Hópurinn stillti sér upp fyrir framan kjötkæla í versluninni með svart límband yfir munninum og skilti sem vöktu athygli á þjáningum dýra í matvælaiðnaði. Þá spiluðu þau hljóðbúta sem tekin eru upp í sláturhúsum og heyra mátti sársaukafull hljóð dýranna óma um ganga verslunarinnar.Sjá einnig: Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Mótmælin fóru friðsamlega fram bæði í dag og í gær en þó var kallað til lögreglu við mótmælin í Hagkaup í gær. Lögreglan hafði ekki afskipti af fólkinu þar sem það yfirgaf verslunina fljótlega.Fólkið stillti sér upp fyrir framan kjötkæla.VísirFlestir vita hvaðan dýraafurðirnar koma Vigdís Þórðardóttir, ein þeirra sem tók þátt í mótmælunum, segist vera sannfærð um að mótmælin skili árangri. Það eitt að vekja athygli á málstaðnum vekji fólk til umhugsunar enda þarf oft lítið til. „Flestir eru þannig að þeir mæta bara út í stórmarkaði, eins og ég gerði, og kaupa sína vöru án þess að hugsa og fara heim og elda hana og pæla ekkert meira þó þau viti hvaðan þetta kemur,“ segir Vigdís. Vigdís segir söguna sýna að slíkar truflanir hafa töluverð áhrif þegar kemur að réttindabaráttu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hún segir mótmælin vera til þess fallin að skapa umfjöllun og aðspurð hvort hún telji slíkar aðgerðir bera árangur er svarið einfalt: „Við erum í kvöldfréttunum svo ég myndi segja það.“
Dýr Matur Neytendur Reykjavík Umhverfismál Vegan Tengdar fréttir Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Kölluðu til lögreglu vegna grænkera sem spiluðu dýrahljóð í matvöruverslun Erlent grænkerapar stóð fyrir mótmælum gegn kjötáti í Hagkaupum í Skeifunni. 16. júlí 2019 07:35