Um nauðsyn orkustefnu Logi Már Einarsson skrifar 18. júlí 2019 07:00 Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Logi Einarsson Orkumál Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegum áskorunum samfara hamfarahlýnun. Meðal þess sem nauðsynlegt er að gera til að bregðast við henni eru orkuskipti, frá jarðefnaeldsneyti í grænni orku. Þetta mun óhjákvæmilega auka notkun rafmagns. Við Íslendingar erum vissulega heppin þegar kemur að orkuauðlindum og ættum að vera óvenju vel í stakk búin til að takast á við nýjan veruleika. Að undanförnu hafa þó birst fréttir af því að almenningur geti átt von á orkuskorti vegna vaxandi eftirspurnar. Það eru bæði óþægileg og nokkuð óvænt tíðindi fyrir þau sem hafa álitið orkuauðlindir okkar nánast botnlausan brunn. Þær eru hins vegar mjög langt frá því að vera óþrjótandi. Við þurfum því að fara vel með þær og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum nota þær. Hvort sem nýlegar fréttir eru raunverulegt vandamál eða leið til að knýja á um frekari virkjanir er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Við þurfum að móta stefnu þar sem áætlað er fyrir þörf, samfara nauðsynlegum og metnaðarfullum markmiðum í loftlagsmálum. Setja þarf orkuþörf almennings, stofnana og samfélagslega mikilvægra fyrirtækja í forgang, tryggja raforku um allt land og hvetja til nýtni. En við þurfum líka að hafa kjark til að ákveða í hvað við ætlum ekki að nota orkuna, annars lendum við fljótt í ógöngum. Eitt nýjasta æðið í atvinnumálum okkar eru svokölluð gagnaver. Gríðarlega orkufrek fyrirbæri, sem skapa einhver störf en geta um leið þrengt að almennum lífsgæðum, gert áætlanir okkar um heilbrigð orkuskipti erfiðari og verið ógn við náttúru landsins. Þá eru þau beinlínis óverjandi ef sífellt stærri hluti af orkunni okkar er t.d. nýttur þar til að grafa eftir rafmyntum á borð við Bitcoin. Þar sem íslenskar orkuauðlindir eru langt því frá takmarkalausar mun stefnuleysi stjórnvalda setja pressu á sífellt meiri orkuframleiðslu og knýja á um leit að nýjum virkjunarkostum. Sífellt fleiri og sterkari raddir heyrast sem leggjast gegn gegndarlausum fórnum á landinu í þágu rafmagnsframleiðslu. Ekki er nóg með að slíkar fórnir séu oft óafturkræfar, þá spilla þær þeirri auðlind sem ósnortin náttúra er. Þessar raddir tala fyrir mikilvægum sjónarmiðum. Við þurfum því að bregðast hratt við - ekki láta lögmálið um framboð og eftirspurn ráða alfarið. Það mun sundra þjóðinni og getur valdið óbætanlegu tjóni á íslenskri náttúru.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun