Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 21:33 Enginn pylsuvagn mun rísa fyrir utan Sundhöllina, í það minnsta ekki í bili. Fréttablaðið/Anton Brink Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn. Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn.
Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15