Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:25 Gísli Tryggvason lögmaður er harla ánægður með nýfallinn dóm og segir hann til marks um tímamót. Fréttablaðið/Anton Brink Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“ Dómsmál Kannabis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“
Dómsmál Kannabis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira