Hóta kyrrsetningu á bresku skipi á móti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2019 07:30 Breskir sjóliðar við kyrrsetningu Grace 1. Nordicphotos/AFP Yfirvöld í Íran eru afar ósátt við að breskir sjóliðar hafi kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Mohsen Rezayee, fyrrverandi yfirmaður írönsku Byltingavarðasveitarinnar og nú meðlimur ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali Khamenei, sagði á Twitter í gær að þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði að átökum frá byltingu hafi ríkið aldrei hikað við að svara fyrir sig. „Ef Bretar skila ekki íranska olíuflutningaskipinu er það skylda Írana að kyrrsetja breskt olíuflutningaskip á móti,“ tísti Rezayee. Að því er breska ríkisútvarpið greindi frá var flogið með um þrjátíu breska sjóliða til Gíbraltar til þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á Gíbraltar báðu um aðstoðina við að kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1. Íranska ríkisstjórnin álítur kyrrsetninguna ólöglega. Á meðan samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt undanfarin misseri virðist þetta mál til þess fallið að gera slíkt hið sama fyrir sambandið við Breta. Mostafa Kavakebian, sem leiðir vináttunefnd þingmanna bæði Írans og Bretlands, sagði á Twitter að kyrrsetningin væri „í raun sjórán og ólögleg aðgerð gegn Íran“. Breska utanríkisráðuneytið hafnar því alfarið að um sjórán hafi verið að ræða. Bandaríski þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton var kátur. „Frábærar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutningaskipið Grace 1, sem var hlaðið íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti Bolton. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Íran Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira
Yfirvöld í Íran eru afar ósátt við að breskir sjóliðar hafi kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar fyrr í vikunni. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Mohsen Rezayee, fyrrverandi yfirmaður írönsku Byltingavarðasveitarinnar og nú meðlimur ráðgjafaráðs æðstaklerksins Ali Khamenei, sagði á Twitter í gær að þótt Íran hafi aldrei átt frumkvæði að átökum frá byltingu hafi ríkið aldrei hikað við að svara fyrir sig. „Ef Bretar skila ekki íranska olíuflutningaskipinu er það skylda Írana að kyrrsetja breskt olíuflutningaskip á móti,“ tísti Rezayee. Að því er breska ríkisútvarpið greindi frá var flogið með um þrjátíu breska sjóliða til Gíbraltar til þess að kyrrsetja skipið. Yfirvöld á Gíbraltar báðu um aðstoðina við að kyrrsetja skipið, er heitir Grace 1. Íranska ríkisstjórnin álítur kyrrsetninguna ólöglega. Á meðan samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt undanfarin misseri virðist þetta mál til þess fallið að gera slíkt hið sama fyrir sambandið við Breta. Mostafa Kavakebian, sem leiðir vináttunefnd þingmanna bæði Írans og Bretlands, sagði á Twitter að kyrrsetningin væri „í raun sjórán og ólögleg aðgerð gegn Íran“. Breska utanríkisráðuneytið hafnar því alfarið að um sjórán hafi verið að ræða. Bandaríski þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton var kátur. „Frábærar fréttir: Bretar kyrrsettu olíuflutningaskipið Grace 1, sem var hlaðið íranskri olíu á leið til Sýrlands,“ tísti Bolton.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Íran Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Sjá meira