Katrín segir Katrínu á villigötum Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2019 08:45 Katrín og Katrín. Hafi forsætisráðherra ætlað með könnun á viðhorfi almennings til stjórnarskrárinnar viljað sefa reiði þeirra sem telja þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá forsmáða, er ljóst að hún hefur ekki haft erindi sem erfiði. Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi. Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Stjórnarskrárfélagið hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu undir yfirskriftinni: „Áminning til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur“.Vísir greindi frá því í gær að Katrín vilji kanna viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar. Í kjölfarið verði svo efnt til sérstakrar rökræðu um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar. Katrín hefur verið gagnrýnd harðlega af þeim sem telja stjórnvöld hafa forsmáð það starf sem lá til grundvallar sérstöku stjórnlagaráði og svo hina nýju stjórnarskrá sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 2012 og þá samþykkt. Hins vegar hefur andstæðingum nýrrar stjórnarskrár tekist að drepa málið í dróma. Katrín hefur mátt sitja undir brigslum um svik í því máli af hálfu þeirra sem telja að hinni nýju stjórnarskrá hafi verið komið fyrir ofan í skúffu og lýðræðislegur vilji þannig forsmáður. Í frétt Vísis í gær var því velt upp hvort þessi könnun myndi sefa reiði þeirra og svarið liggur fyrir: Svo er ekki.Virtu þann vilja sem fyrir liggur „Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur þegar farið fram. Það gerðist í löngu, ströngu og fallegu lýðræðislegu ferli. Eftir Hrun. Þjóðin samþykkti tillögur um breytingar á stjórnarskrá - niðurstöður þess ferlis - fyrir bráðum sjö árum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá niðurstöðu ber þér og öðrum fulltrúm á Alþingi að virða. Þó fyrr hefði verið,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins en þar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. Yfirlýsingin er afdráttarlaus: „Kallað er eftir að stjórnarskrá fólksins verði lögfest og að lýðræðislegur vilji kjósenda sé virtur.Landsmenn eru ekki að biðja um stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna.“ Þá er því haldið fram að Katrín vaði villu og svíma í málinu. Vigdís Finnbogadóttir kölluð til vitnis „Þú ert á villigötum. Gakktu heldur í lið með almenningi í landinu og lýðræðislegum stjórnarháttum. Taktu þér til fyrirmyndar fyrrum forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur,“ segir í yfirlýsingunni hvar vitnað er í Vigdísi og orð hennar sem eru eftirfarandi: „Árið 2008 steig Alþingi verulega merkilegt skref sem átti að verða til þess að draumurinn um nýja stjórnarskrá rættist loksins. Þá hófst víðfemasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, og hefur vitaskuld vakið athygli um víða veröld. Stjórnlagaráð var kjörið með lýðræðislegum hætti svo þar fengju raddir ólíkra afla í íslensku samfélagi hvert sína rödd, og hin nýja stjórnarskrá var síðan samþykkt samhljóða. Þar að auki sýndi þjóðaratkvæðagreiðsla síðan fram á að íslenskir kjósendur vildu að hin nýja stjórnarskrá yrði tekin upp. En það verður þó ekki verið gert enn. Að mínum dómi hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi.“ Við lauslega könnun á Facebooksíðum þeirra sem helst hafa viljað halda þessum máli vakandi og krefjast nýrrar stjórnarskrár kemur í ljós að nokkurrar gremju gætir í þeim herbúðum í garð Katrínar Jakobsdóttur. Menn spara sig hvergi í því að væna hana um undirlægjuhátt og sviksemi.
Alþingi Stjórnarskrá Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Katrín vill kanna afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar Katrín Jakobsdóttir efnir til viðamikillar könnunar. 26. júní 2019 11:43