Breytingar á íbúðamarkaði létta undir með fyrstu kaupendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júní 2019 22:00 Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“ Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaðnum síðustu misseri þar sem mun fleiri litlar íbúðir eru á söluskrá en áður. Þá hafa fleiri íbúðir farið úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Þetta er mat stjórnarkonu í Félagi fasteignasala sem segir auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að festa sér húsnæði nú en áður. Frá því Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf aukið eftirlit með heimagistingu fyrir tæpum tveimur árum hefur orðið afar mikil breyting þar sem fjöldi skráðra fasteigna í heimagistingu hefur tvöfaldast. En á þessum tíma hefur Sýslumaður fengið þrjú þúsund ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu. Ráðherra ferðamála hefur sagt að árangurinn sé svo góðu að ákveðið hafi verið að framlengja það. Þá hafi það haft áhrif á húsnæðismarkaðinn. „Við erum að sjá margar íbúðir að fara annaðhvort í langtíma leigu eða fara jafnvel í söluferli þegar höfð hafa verið afskipti af þessum aðilum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Þegar rennt er yfir fasteignaauglýsingar á Visi virðist vera nóg framboð af minni íbúum á svæðum þar sem það var lítið áður. Stjórnarmaður í Félagi fasteignasala tekur undir það að mikil breyting hafi átt sér stað á húsnæðismarkaði þegar kemur að litlum íbúðum. „Á undanförnum 15 til 18 mánuðum komi töluvert til sölu af íbúðum sem hafa verið í útleigu, skammtímaútleigu, og kannski ýmsar ástæður að baki. Ég ætla ekki endilega að segja að þetta sé þetta herta eftirlit en umhverfi þessara rekstraraðila er klárlega að breytast,“ segir Þóra Birgisdóttir, stjórnarmaður í Félagi fasteignasala. Þetta hafi í för með sér að nú sé auðveldara fyrir fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. „Mér hefur fyrst og fremst fundist unga fólkið koma og fá eða geta keypt með þessari breytingu sem við skynjum, bæði á framboðsleiðinni og aðeins á verðinu. Ég er ekki að segja að verðið hafi gefið eftir en það er kannski ekki alveg jafn spennt og það var.“
Húsnæðismál Neytendur Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30 Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Fleiri íbúðir í langtímaleigu vegna eftirlits með heimagistingu Ferðamálaráðherra segir að aukið eftirlit með heimagistingu hafi haft mikil áhrif á húsnæðismarkaðinn hér á landi. 27. júní 2019 15:30
Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. 26. júní 2019 19:30