Bandaríkjaforseti jós auri yfir gestgjafa sinn í flugvélinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2019 08:59 Áður en Trump lenti í morgun var hann búinn að kalla borgarstjóra London aula, hertogayngju ótuktarlega og skipt sér af leiðtogavali Íhaldsflokksins. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt. Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hellti sér yfir borgarstjóra London á Twitter og kallaði hann meðal annars „ískaldan aula“ við upphaf opinberrar heimsóknar sinnar til Bretlands í morgun. Tístin sendi Trump frá sér þegar flugvél hans var við það að lenda á Stansted-flugvelli. Heimsókn Trump til Bretlands var þegar umdeild en búist er við tugum þúsundum mótmælenda á götum London í dag. Bandaríski forsetinn er óvinsæll á Bretlandi og jók vinsældir sínar líklega ekki með röð óheppilegra ummæla í aðdraganda ferðarinnar. Þegar hlutaðist hann til um leiðtogaval Íhaldsflokksins þegar hann lýsti stuðningi við Boris Johnson, sagði að Nigel Farage ætti að leiða viðræður Bretlands við Evrópusambandið og kallaði hertogaynjuna af Sussex „ótuktarlega“ og þrætti fyrir það þrátt fyrir hljóðupptökur af ummælunum. Rétt fyrir lendingu í morgun bætti Trump um betur og beindi spjótum sínum að Sadiq Khan, borgarstjóra London. Sagði hann Khan hafa staðið sig hræðilega sem borgarstjóri og hafi verið „ótuktarlegur“ í garð forseta Bandaríkjanna sem Trump sem sagði langmikilvægasta bandamanna Breta. „Hann er ískaldur auli sem ætti að einbeita sér að glæpum í London, ekki mér…“ tísti Trump..@SadiqKhan, who by all accounts has done a terrible job as Mayor of London, has been foolishly “nasty” to the visiting President of the United States, by far the most important ally of the United Kingdom. He is a stone cold loser who should focus on crime in London, not me......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 3, 2019 Líkti forsetinn Khan ennfremur við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, sem hann sagði „heimskan og vanhæfan“. „Hvað sem öðru líður hlakka ég til að vera mikill vinur Bretlands og ég hlakka mjög til heimsóknar minnar. Er að lenda núna!“ tísti forseti Bandaríkjanna. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump hefur látið Khan heyra það. Bandaríski forsetinn hefur meðal annars gagnrýnt Khan í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Londonbrúnni fyrir tveimur árum. Kallaði Trump viðbrögð Khan þá „aumkunarverð“. Ekki er skýrt hver tilefni tísta Trump um Khan var í morgun. Khan var þó í viðtali í gær þar sem hann sagði Trump „smánarlegasta dæmið“ um vaxandi hættu á heimsvísu og líkti orðræðu Bandaríkjaforseta við þá sem „fasistar 20. aldarinnar“ viðhöfðu. Trump á meðal annars að hitta bresku konungsfjölskylduna í dag. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, tók á móti honum á Stansted-flugvelli í morgun. Hunt er á meðal frambjóðenda í leiðtogavali Íhaldsflokksins og einn helsti andstæðingur Johnson sem Trump lýsti stuðningi við. The Guardian segir að í viðtölum fyrir heimsóknina hafi Hunt ekki reynt að hafna ummælum sem voru borin undir hann um að Trump ræki stefnu sem væri „eitruð og hættuleg“. „Fólk hefur sínar eigin skoðanir um pólitík Trump forseta. Hann er mjög umdeildur,“ svaraði Hunt.
Bandaríkin Bretland Donald Trump England Tengdar fréttir Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Bretlandsheimsókn Trump hefst í dag Te með kóngafólki og fundur með fráfarandi forsætisráðherra eru á meðal þess sem er á dagskrá opinberrar heimsóknar Donalds Trump á Bretlandi. 3. júní 2019 07:47