Fólkið reyndi að bjarga sér úr eldinum Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 13:51 Vigfús Ólafsson situr hér á milli verjenda í málinu. Vísir/MHH Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira