Kolbrún segir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó gerist pólitískur í ummælum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 21:00 Kolbrúnu Baldursdóttur þykir óeðlilegt að upplýsingafulltrúi Strætó geri athugasemdir við mat hennar á fjölda ábendinga sem borist hafa fyrirtækinu. „Upplýsingafulltrúinn heggur í mína túlkun á fjölda kvartana til Strætó sem ég segi enn og aftur eru óeðliega margar hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó og fram kemur að þær snúast að mestu um framkomu, aksturslag og tímasetningar,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um ummæli upplýsingafulltrúa Strætó bs. um bókun hennar varðandi ábendingar sem borist hafa Strætó síðustu þrjú ár. Kolbrún telur upplýsingafulltrúann ekki vera að gagnrýna rangfærslur í bókun hennar heldur mat hennar á upplýsingum. Hún segist áður hafa bókað sína skoðun á svokölluðum byggðasamfélögum og finnist stundum eins og þau séu sem ríki í ríkinu og borgin fái ekkert um þau að segja þó hún eigi stærsta hlutann í þeim. „Þau virðast sem dæmi geta ráðið sér pólitískan upplýsingafulltrúa eða annan ef því er að skipta og það gleymist að þetta eru opinber fyrirtæki að mestu í eigu borgarinnar. Maður hélt að starfsmenn væru ópólitískir?“ segir Kolbrún.Sjá einnig: „Okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun“„Mig langar að spyrja forstjórann hvort það sé hluti af starfi upplýsingafulltrúa að gagnrýna kjörna fulltrúa í eigendasveitarfélgögum ef þeir leyfi sér að fjalla um fyrirtækið með gagnrýnum hætti,“ bætti Kolbrún við. „Hvað yrði sagt ef upplýsingafulltrúi t.d. Vegagerðarinnar eða annars sambærilegs fyrirtækis færi að blanda sér í umræður alþingismanna um samgöngumál og leggja pólitískt mat á bókanir þeirra í samgöngunefnd þingsins?“ Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Upplýsingafulltrúinn heggur í mína túlkun á fjölda kvartana til Strætó sem ég segi enn og aftur eru óeðliega margar hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó og fram kemur að þær snúast að mestu um framkomu, aksturslag og tímasetningar,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um ummæli upplýsingafulltrúa Strætó bs. um bókun hennar varðandi ábendingar sem borist hafa Strætó síðustu þrjú ár. Kolbrún telur upplýsingafulltrúann ekki vera að gagnrýna rangfærslur í bókun hennar heldur mat hennar á upplýsingum. Hún segist áður hafa bókað sína skoðun á svokölluðum byggðasamfélögum og finnist stundum eins og þau séu sem ríki í ríkinu og borgin fái ekkert um þau að segja þó hún eigi stærsta hlutann í þeim. „Þau virðast sem dæmi geta ráðið sér pólitískan upplýsingafulltrúa eða annan ef því er að skipta og það gleymist að þetta eru opinber fyrirtæki að mestu í eigu borgarinnar. Maður hélt að starfsmenn væru ópólitískir?“ segir Kolbrún.Sjá einnig: „Okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun“„Mig langar að spyrja forstjórann hvort það sé hluti af starfi upplýsingafulltrúa að gagnrýna kjörna fulltrúa í eigendasveitarfélgögum ef þeir leyfi sér að fjalla um fyrirtækið með gagnrýnum hætti,“ bætti Kolbrún við. „Hvað yrði sagt ef upplýsingafulltrúi t.d. Vegagerðarinnar eða annars sambærilegs fyrirtækis færi að blanda sér í umræður alþingismanna um samgöngumál og leggja pólitískt mat á bókanir þeirra í samgöngunefnd þingsins?“
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira