Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 07:15 Í fyrra urðu 868 slys á fólki í umferðinni, þar af fimmtán banaslys. Fréttablaðið/Anton Brink Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Gífurleg fjölgun er á slysum vegna fíkniefnaaksturs hér á landi. Fjöldi slasaðra vegna þessa fór úr 20 árið 2015 upp í 85 manns árið 2018. Að sama skapi hefur fjöldi látinna eða alvarlega slasaðra farið úr þremur upp í fjórtán á sama tímabili. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys árið 2018. „Þetta er alveg svakaleg aukning og hörmuleg tíðindi að sjá,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu og einn höfunda skýrslunnar. Hann kynnti innihaldið á morgunverðarfundi samgönguráðuneytisins í Norræna húsinu í gær. Slysum vegna ölvunaraksturs fækkaði mikið eftir hrun en fór síðan fjölgandi. Líkt og vegna fíkniefnaaksturs voru fæst slys á árinu 2015 þegar 26 manns slösuðust. Sú tala margfaldaðist árið 2017 og hélst stöðug í fyrra þegar 64 manns slösuðust af völdum ölvunaraksturs, þar af 10 alvarlega. Einn lést vegna ölvunaraksturs í fyrra. „Við vorum komin á mjög góðan stað árið 2015, en tölurnar hafa haldist tiltölulega stöðugar frá árinu 2016,“ segir Gunnar. Það er bratt skref upp á við í framanákeyrslum milli ára. Bendir það til þess að aðskilja þurfi akstursstefnur þar sem umferðin er mikil. „Það eru hins vegar margar jákvæðar breytingar, slysum á ungum ökumönnum og gangandi vegfarendum hefur fækkað,“ segir Gunnar. „Ferðamenn hafa heldur aldrei verið öruggari þrátt fyrir að hafa aldrei verið jafn margir. Líkurnar á því að hver ferðamaður lendi í slysi hafa aldrei verið minni.“ Varðandi slys vegna fíkniefnaaksturs segir Gunnar að tölurnar bendi til þess að fíkniefnaneysla sé að færast í aukana. „Við gerum ráð fyrir því að þessi aukning sé birtingarmynd aukinnar fíkniefnaneyslu. Að tækla þetta vandamál þarf að gera á breiðari grundvelli,“ segir Gunnar. Nokkur verkefni séu þegar komin í gang. Einnig er verið athuga hvernig hægt sé að vinna gegn fíkniefnaakstri með auglýsingaherferð, það er hins vegar erfitt. „Með ölvunarakstur getum við sagt fólki að fara út að skemmta sér en ekki keyra. Það er ekki hægt með fíkniefnaakstur,“ segir Gunnar. Litið hefur verið til fordæma erlendis, en enginn er kominn með svar við spurningunni. „Athöfnin sjálf er ólögleg og við getum ekki látið eins og það sé eðlilegt. Þess vegna er mjög erfitt að fara í herferð. En við erum að leita leiða til að tækla þetta með auglýsingum, en einnig með forvörnum og fræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira