Vinnubrögð markvissari eftir námskeið í greiningum farþegalista Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 21:08 Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum. Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum.
Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira