Vinnubrögð markvissari eftir námskeið í greiningum farþegalista Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 21:08 Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum. Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum.
Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira