Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 15:11 Maðurinn var sólginn í flug WOW Air til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/Ernir Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira