Reyndi að svíkja fjölda farmiða út hjá WOW air en slapp úr farbanni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 15:11 Maðurinn var sólginn í flug WOW Air til Bandaríkjanna. Fréttablaðið/Ernir Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Franskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið út eða reynt að svíkja út fjölda farmiða hjá flugfélaginu WOW Air á síðasta ári. Maðurinn var í farbanni vegna málsins en tókst að sleppa úr landi seint á síðasta ári. Alls tókst manninum að svíkja út sex flugmiða, ýmist í félagi við annan óþekktan mann eða einn síns lið, með því að gefa upp greiðslukortanúmer annarra einstaklinga. Fjársvikin áttu sér stað á tímabilinu 1. febrúar til 27. ágúst á síðasta áru. Alls sveik maðurinn út tvær ferðir frá Los Angeles til Amsterdam með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til Miami með viðkomu á Íslandi, eina ferð frá Amsterdam til New York og eina ferð frá New York til Amsterdam. Þá sveik maðurinn einnig út ferð fram og til baka frá Amsterdam til Íslands en var handtekinn við komuna til Íslands. Í aðeins einni af þessum flugferðum bárust flugfélaginu upplýsingar frá viðskiptabanka korthafa um sviksamlega færslu hafi verið að ræða og var flugið afbókað áður en maðurinn gat nýtt sér farmiðann.Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/GVAAlls námu fjársvikin andvirði 2,404 dollara og 6,440 evra, því sem nemur um 1,2 milljónum á gengi dagsins í dag. Þá gerði maðurinn einnig tilraun til þess að svíkja átta farmiða með þrettán mismunandi greiðslukortum í eigu annarra einsaklinga út hjá WOW air á tímabilinu 22. janúar til 10. ágúst 2018. Í öllum tilvikum var um að ræða flug til eða frá Bandaríkjunum og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Alls reyndi maðurinn að svíkja 8,361 evru og 4,692 dollara út hjá WOW air, því sem nemur um 1,7 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að brot mannsins hafi verið „stórfelld, ítrekuð og ófyrirleitin“ og var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi. Var hann ekki viðstaddur þingfestingu málsins. Maðurinn var sem fyrr segir handtekinn í ágúst á síðasta ári og úrskurðaður í stutt gæsluvarðhald. Eftir að því lauk var hann úrskurðaður í farbann til 27. desember á síðasta ári en í dómi Héraðsdóms segir að engu að síður hafi honum tekist að sleppa úr landi, líklegas um miðjan desember.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira