Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 09:40 Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord. JORGEN REE WIIG/EPA Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00