Tæplega tveggja tíma bið eftir strætó í Landeyjahöfn Sighvatur Jónsson skrifar 5. maí 2019 12:15 Rætt er um að fjölga ferðum Strætó vegna nýrrar áætlunar Herjólfs en farþegar þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir akstri frá Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“ Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Formaður stjórnar samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir til greina koma að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóferðir í tengslum við siglingar Herjólfs. Kostnaður hafi hækkað um sex milljónir króna á þessu ári vegna lokunar Landeyjahafnar. Eftir opnun Landeyjahafnar á dögunum siglir Herjólfur sjö ferðir á dag milli lands og Eyja. Strætóferðir eru í tengslum við tvær ferðir ferjunnar en tímaáætlanir stangast á. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki afgreiðslu Herjólfs er mikil óánægja meðal farþega sem þurfa að bíða í tæpa tvo tíma eftir strætóferð frá höfninni. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að upplýsingar um nýja siglingaáætlun Herjólfs hafi borist seint frá nýju félagi Eyjamanna sem tók nýverið við rekstri ferjunnar. Lögð hafi verið fram tillaga að breytingu strætóferða fyrir samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem sjá um aksturinn í Landeyjahöfn. Verði ákvörðun tekin á næstu dögum geti breytingin tekið gildi í fyrsta lagi í lok mánaðarins vegna breytinga á vaktakerfi bílstjóra.Dýrari akstur í vetur En burtséð frá hugmyndum um nýja áætlun Strætó í Landeyjahöfn bíður stjórn samtaka sunnlenskra sveitarfélaga eftir svörum frá Vegagerðinni um aukinn kostnað vegna lokunar Landeyjahafnar í vetur. Eva Björk Harðardóttir, formaður stjórnar samtakanna, segir aukinn kostnað fylgja því að aka til Þorlákshafnar þegar Herjólfur siglir þangað, eins og hann gerði síðastliðna fimm mánuði. „Vegagerðin hefur frá 2012 greitt 95% af viðbótarakstri Strætó sem kemur til vegna veðurs, þegar ferjan þarf að fara í Þorlákshöfn.“ Eva Björk segir að viðbótarkostnaður við strætóferðir fyrir Herjólf á þessu ári sé á bilinu 4-6 milljónir króna. Beðið hafi verið svara frá Vegagerðinni frá því fyrir páska. Til skoðunar sé að segja upp samningi við Vegagerðina um strætóakstur í tengslum við siglingar ferjunnar. „Ef þeir geta ekki staðið við þessa samninga frá 2012 vegna þessa viðbótaraksturs þá stöndum við frammi fyrir því að þurfa að skila þessum hluta til Vegagerðarinnar.“
Landeyjahöfn Samgöngur Strætó Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent